srbjarni1

 

 

 

 

 

 

 

Bjarni Þorsteinsson fæddist í Hraunhreppi á Mýrum 1861. Hann lauk embættisprófi frá Prestaskólanum 1888. Á námsárunum var hann bæjarfógetaskrifari í Reykjavík, stundakennari við Latínuskólann og sýsluskrifari í Vatnsdal. Bjarni gerðist sóknarprestur í Hvanneyrar-prestakalli í Siglufirði 1888 og gegndi því embætti allt til 1935. Hann lærði lítilsháttar tónfræði hjá Jónasi Helgasyni og harmóníumleik hjá frú Önnu Petersen. Bjarni var brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi. Hann samdi fjölda alkunnra laga og hafði með messusöngvum sínum mikil áhrif á söngmennt í kirkjum landsins. Stærsta minnisvarða reisti hann sér þó með þjóðlagasafni sínu sem kom út á árunum 1906-09 með styrk úr Landssjóði og Carlsberg-sjóðnum danska. Bjarni gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sókn sinni og var sæmdur prófessorsnafnbót fyrir afrek sín. Hann lést árið 1938. (Heimild: Ísalög)

Um sr. Bjarna:

Bjarni Þorsteinsson og þjóðlagasafnið (Una Margrét Jónsdóttir).
Bjarni Þorsteinsson. „Tónlistarsaga Reykjavíkur“; óbirt handrit eftir Baldur Andrésson sem Músík og saga ehf. vinnur nú viða að birta á Netinu.
Um verk sr. Bjarna:

Islandske folkmelodier“. Grein úr „Danske Studier“ frá 1910 eftir Axel Olrik (1864-1917) um þjóðlagasafn sr. Bjarna.
Ritdómur Jónasar Jónssonar um þjóðlagasafn sr. Bjarna (Tímaritið Ingólfur, 1910).
Verk sr. Bjarna:

Þjóðlagasafnið: Formáli og inngangur –
Formáli [bls. I-XI]
Inngangur:
1. gr. Um þjóðlög yfir höfuð að tala og um íslenzk þjóðlög sjerstaklega [bls. 1 – 10].
2. gr. Um söfnun þjóðlag áður [bls. 10 – 14]…
3. gr. Um söfnun laganna í þessari bók [bls. 15 – 23].
4. gr. Um söng og söngkennslu á Íslandi frá því í fornöld og allt til vorra daga [bls. 23 – 67].
5. gr. Um fiðlu og langspil [bls. 67 – 75]…

Íslensk þjóðlög, bók sr. Bjarna, er nú aðgengileg í Ísmús gagnagrunninum sem endur-opanður var 8. júní 2012 eftir gagngera endurgerð. Er frá líður mun þar einnig verða aðgengileg í ismus.is  handrit og önnur gögn sr. Bjarna varðandi þessa merku bók.

Verkaskrá (Una Margrét Jónsdóttir)