Íslensk tónlistarsaga eftir Jón Þórarinsson – Birt í samvinnu við menntamálráðuneytið
Jón Þórarinsson, tónskáld og fræðimaður vann í árafjöld í hlutastarfi við að rita íslenska tónlistarsögu. Jón safnaði miklum heimildum og vann að því síðustu æviár sín að fella þær saman í rit. Eftir að heilsu Jón hrakaði vann Njáll Sigurðsson í nánu samstarfi við hann að ritun síðustu kafla bókarinnar. Verkið var styrkt af Menntamálaráðuneytinu og hefur Tónlistarsafn Íslands, í samstarfi við ráðuneytið, nú birt bókina í rafrænu formi.