Markmið Tónlistarsafnsins:

  • Skrá og miðla hvers kyns upplýsingum og munum sem tengjast tónlist á Íslandi frá upphafi s.s. hljóðfærum, hljómtækjum, hljóðupptökum, nótum, bókum, myndum og munum.
  • Safna heimildum og gögnum um íslenska tónmenningu í formi frásagna, bréfa, viðtala, blaða- og tímaritsgreina, ævisagna og kvikmynda sem endurspegla íslenskan tónlistarheim.
  • Hafa frumkvæði að og stunda rannsóknir á sögu íslenskrar tónlistar/tónminja í samstarfi við fræðimenn á þessu sviði og skapa þeim jafnframt aðstöðu til vinnu sinnar eftir því sem kostur er. Safnið skal hafa frumkvæði að umsóknum um rannsóknarstyrki á sviði íslenskrar tónlistar.
  • Vera ráðgefandi á sviði tónlistar fyrir nemendur, skóla, einstaklinga og stofnanir sem til hennar kunna að leita á því sviði.
  • Leitast við að vera leiðandi og ráðgefandi í vörslu hljóðritana með íslensku efni, bæði útgefnu sem og hljóðritana í eigu stofnana og einstaklinga.
  • Tryggja almennt aðgang að og upplifun með nýjustu tækni.