Tónlistarsafn Íslands opnaði 9. maí 2009 með sýningunni Dropar úr íslensku tónlistarlífi þar sem varpaði var ljósi á nokkra frumkvöðla tónlistarlífsins á 20. öld. Safnið er rekið af Kópavogsbæ með stuðningi frá Menntamálaráðuneytinu samkvæmt sérstökum samningi þar um.
Nú er að ljúka fimmtu sýningu safnis: Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927) – fyrsta tónskáld Íslendinga. Að sýningum frátöldum er uppbygging gagngrunna og miðlun á Netinu (tonlistarsafn.is, ismus.is, musik.is) veigamiklir þættir í starfseminni Tónlistarsafns. Þjónusta við tónlistarlífið og almenning er líka mikil, til að mynda í formi upplýsingagjafar um hvaðeina er varðar íslenska tónlistarsögu og móttöku gagna sem talsvert er um að almenningur færi safninu.
Sjá nánar hér: Markmið Tónlistarsafns Íslands.