Útskriftargjöf Björns Ólafssonar fiðluleikara

Screen-Shot-2012-03-29-at-16.14.52

Gunilla Möller, Rauðalæk 3, 105 Reykjavík færir Tónlistarsafni að gjöf innbundna bók með strengjakvartettum Mozarts. Á saurblaði bókarinnar stendur skrifað:

Til Björns Ólafssonar sem er fyrsti nemandi í fiðluleik sem lauk prófi við Tónlistarskólann í Reykjavík vorið 1934. Viðurkenning fyrir sérstaka ástundun og alúð við námið. Fyrir hönd Tónlistarfélagsins:

E. R. Jónsson, Haukur Gröndal, Björn Jónsson

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is