Úr samtali út af beinasleggju

Halldór Laxness – Vörður. 3. árgangur, 27 tölublað 1925.

– Var nu mikið um gleði í yðar ungdæmi?
Öldungurinn hugsaði sig um og velti vaungum áður en hann svaraði:
– Ónei, ekki get jeg nú beint sagt að fólk hafi verið glatt. Það var helst til skemtunar að hlusta á riddarasögur og guðsorð, jeg tala nú ekki um þar sem voru kvæðamenn, og svo ef gestur kom á bæinn þótti það tilbreyting og skemtun. Annars voru allir önnum kafnir við vinnu sína og ljetu sig ekki út í neins konar ljettúð, alt fór stilt og alvarlega fram; unga fólkið giftist svona rjett eins og af sjálfu sjer þegar þar að kom. Í kaupstaðarferðum tóku bændur eitthvað af brennivini og voru ölvaðir, og það hefir nú kanski verið eina skemtunin þeirra á misserinu; krakkarnir og kvenfólkið fjekk sykurögn eða klút. En um verulega gleði var ekki að tala.
– Var mannúðin á háu stigi í yðar ungdæmi?
– O, ekki veit jeg hvað jeg á að segja til þess, nema ekki þótti vandgert við sveitarómagana; þeir láu í útihúsum ef ekki vildi betur, það var kastað í þá roðum og skófum og þeir voru skammaðir og lúbarðir, hvenær sem út af brá, já, jeg vissi meira að segja til að gamalmenni væru barin á sumum stöðum í sveitinni þar sem jeg ólst upp, og þótti ekki meira en svo tiltökumál …
[Meira] (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is