Tónverk Knúts R. Magnússonar

Knutur_R_Magnusson

Knútur R. Magnússon og kona hans, Guðrún Leósdóttir heimsóttu Tónlistarsafn Íslands í dag og afhentu safninu handrit að tónsmíðum Knúts en þekktasta lag hans er Hreðavatnsvalsinn. Knútur samdi lagið undir listamannsheitinu Reynir Geirs.

Knútur R. Magnússon er landsþekktur dagskrárgerðarmaður af Ríkisútvarpinu Rás 1, en hann starfaði á Tónlistardeild útvarpsins í árafjöld.

Hann vann um tíma í Steinsmíðaverkstæði Magnúsar Guðnasonar en árið 1962 hafði Lesbók Morgunblaðsins viðtal við hann. Sjá á Tímarit.is: (Opnast í nýjum vafraglugga)

Árið 1964 setti Leikféla Reykjavíkur leikverk Shakespears á svið og samdi Knútur þá tónlist við leikverkið auk þess að taka þátt í leiksýningunni. Fjallað er um það í Morgunblaðinu árið 1964. Sjá á Tímarit.is: (Opnast í nýjum vafraglugga)

Frá árinu 1971 var hann starfsmaður Ríisútvarpsins og kynnti í árafjöld klassíska tónlist fyrir hlustendur undir ýmsum þáttaheitum eins og „Á mörkum hryggðar og gleði“, „Sitthvað í hjali og hljómum“ sem var þáttur um tónskáldið Arthur Benjamin. Þá sá hann um spurningaþátt um tónlistarefni undir heitinu „Ertu með á nótunum?“ og svo mætti lengi telja.

Þekktastir voru líklega þættir Knúts, „Stundarkorn í dúr og moll“ sem voru á Sunnudagsmorgnum.

Sjá viðtal við Knút: (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is