Tónlistarsafn Íslands flutt í Þjóðarbókhlöðu

Tónlistarsafn Íslands er nú flutt í Þjóðarbókhlöðu. Safnkosturinn er allur kominn „í hús“ hjá Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni en stærri munir verða fluttir í Þjóðminjasafn til varðveislu. Tveimur starfsmönnum safnsins hefur verið tryggð vinnuaðstaða á 4. hæð og mun starfsemi safnsins halda áfram í lítt breyttri mynd inn í framtíðina. Allir eru velkominir í heimsókn.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is