Tónlistarlíf í Reykjavík 1911-1930

Nú verður rætt um seinni hluta þessa tímabils, árin 1911-30. Er mikill vöxtur í músíklífinu, þegar líður á tímabilið, og þjóðin eignast listamenn, sem gert hafa listina að ævistarfi sínu. Þó verða flestir, sem hér heima dvelja, að hafa með önnur störf sér til framdráttar. Reykjavík er í stöðugum vexti. Íbúarnir eru 18000 árið 1920 og ríflega 28000 árið 1930. Þessi fólksfjöldi tryggir góðum erlendum listamönnum góða aðsókn og hagnast þeir vel, þrátt fyrir tímafrekt og dýrt ferðalag hingað yfir hafið. Erlendu listamennirnir, sem heimsækja hina söngelsku borg á þessum árum, eru hver öðrum betri og sumir heimsfrægir snillingar. Á þá verður minnst síðar, en fyrst verður talað um íslenzku listamennina og byrjað á söngvurunum.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is