Tónlist í heiðnum sið

 

Þessi texti er upphaflega skrifaður sem handit að útvarpsþætti sem var á dagskrá Ríkisúvarpsins, Rás 1, 2. nóvember 1999.


 

Góðir hlustendur! – Velkomnir á tónaslóð – þáttinn um sögu íslenskrar tónlistar, þar sem raktir verða þættir úr sögu hennar í tali og tónum. Kynningarlag þáttarins sem þið heyrðuð hér að framan heitir því skemmtilega nefni – Einur sinni var – og þótti mér bæði yfirbragt verksins og heiti falla vel að efni þáttarins. Lagið er eftir Pál Ísólfsson og það var Örn Magnússon sem lék. Þetta litla stykki er ein af 14 svipmyndum eftir Pál sem Örn Magnússon hljóðritaði fyrir nokkrum árum.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna sögu íslenskrar tónlistar hefur ekki verið sinnt að neinu ráði, hvorki í útvarpi né í íslensku skólakerfi. Auðvitað hefur stundum verið fjallað um íslenska tónlist í tali og tónum, en fyrirbærið sem grein er ekki til innan skólakerfisins íslenska svo dæmi sé tekið. Erfitt er að gera sér grein fyrir þessari ástæðu og kannski engin ástæða til. Ég held að aðeins sé um að kenna andvaraleysi – hugsunarleysi – frekar en nokkru öðru. En þar sem ég hef stundum sagt að ég búi við þá sérstöðu sem gamall kennari að hafa í þessum þáttum aðgang að stærstu skólastofu á Íslandi, sem er Ríkisútvarpið og hlustendur þess þá fór ég að gæla við þá hugmynd að réttast væri að nota nú tækifærið og gera tilraun til að skoða dálítið þessa þróun í einhverju samhengi og hreinlega rekja íslenska tónlistarsögu í tali og tónum eins og mér er unnt. Ég geri mér vel grein fyrir því að slíkri þáttagerð fylgir mikil vinna, en ef þið hlustendur hafið jafn mikinn áhuga á þessari sögu og ég, þá tökum við á þessu saman og ef þið eruð dugleg að hlusta á skal ég reyna að vera duglegur að segja frá – til þess að snúa þessu upp í gamantón mætti segja – betur heyra eyru en eyra. En sem sagt – þáttafjöldinn verður óteljandi, þ.e. svo lengi sem ég fæ leyfi til að ráðskast með þennan þátt þá höldum við áfram.

Hér blésu Björn R. Einarsson og Guðmundur R. Einarsson til leiks í þessum þáttum á svokallaða Fornlúðra, eða bronslúðra sem eru arfleifð úr fornöld sem fundist hefur í setlögum á norðurlöndum og í norður-þýskalandi. Þessir lúðrar eru elstu heimildir okkar um tónlistariðkun í okkar menningarheimi. Við verðum að ætla að lúðrarni hafi ekki verið einu hljóðfærin sem leikið var á í fornöld í norður-evrópu. Ætla má að einhver strengjahljóðfæri hafi verið til, bumbur ýmisskonar og flautur einhverra gerðar. Menn í fornöld höfðu áreiðanlega einnig þörf fyrir að syngja eins og við í dag. En hvaða laglínur þeir sungu og við hvaða texta er erfitt að segja, en textarnir hafa áreiðanlega borið keim af því umhverfi sem þá var fyrir hendi.

Í Sohlmanlexíkoninu sem kom út árið 1975 í endurskoðaðri útgáfu segir m.a. svo um bronslúðra:

Bronslúður (bronsaldarlúður); norrænt blásturshljóðfæri frá bronsöld (1500-500 f.Kr.) Rúmlega 40 hljóðfæri hafa fundist í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og norður-þýskalandi – þeir eltsu á Skáni, Blekinge, Öland og fleiri stöðum, en þeir yngri aðallega í Danmerku. Bronslúðrarnir sem eru stórkostlega formaðir úr bronsi, hafa kóníska hljóðpípu sem á eldir gerðunum eru sveigðar í hálfboga, en yngi gerðinum í S en í báðum tilfellum eru sveigarinr 90 gráður mót hver öðrum. Á neðri endanum er skreytt plata. Munnstykkið er sömu gerðar og á nútíma tenórbásúnu, og á hlóðfærið má leika 12 fyrstu náttúrutónana innan tónsviðsins Stóra C – tvístrikaðs g. Oftast finnur maður pör af þessum hljóðfærum og eru þau stillt eins, annað með hægri sveig og hitt með vinstrisveig. Hellaristur frá Kalleby í Bohuslaan sýna einnig lúðurblásara í pörum.

Tilvitnun lýkur.

Líklega eru þessi hljóðfæri elsta heimild okkar um tónlistariðkun norrænna manna. Það er svo sem erfitt að gera sér grein fyrir því hvort menn hafi verið á ferð hér á landi fyrir rúmum 3000 árum, en eitt er víst að við höfum enga lúðrana fundið hér á landi.

Má ímynda sér að þessi lúðrar hafi verið notaðir til að gefa ýmsa upplýsingar eða nota við veiðar og í hermennsku, en maðurinn hefur löngum notað horn af ýmsum toga til slíkra hluta.

Ekki er ætlun mín að gera tilraun til að geta mér um söng heiðinna mann hér á landi fyrir kristnitöku, en eins og við vitum þá byggðist Ísland, samkvæmt heimildum, frá Noregi seint 9. Öld – stundum er nefnt árið 874 í þessu sambandi. En það áttu eftir að líða meira en 100 ár áður en kristnin var lögtekin hér á landi. Með kristnitökunni barst hingað kaþólsku kirkjusöngur í því formi sem hann hafði þróast í Evrópu, en það er varla nokkur vafi á því að heiðnir menn hafi sungið sér til skemmtunar eða í tengslum við trúariðkun sína. Þannig má nefna að orðið “galdur” er komið af nafninu að “gala”. En í hinum merkilegu fornbókmenntum okkar segir lítið um þann söng sem menn sungu á þessum öldum. En ætla má að söngurinn hafi verið sá sami og menn iðkuðu í þeim löndum og í því umhverfi sem þeir komu hingað úr.

En hvað sem var nú í gangi á undan kristnitökunni hér á landi í músíkölsku samhengi verða getgátur einar. Eitt er víst að heiðnir menn litu öðrum augum sköpunarsöguna en kristnir menn. Því til staðfestingar er rétt að rifja aðeins upp sköpunarsögu goðafræðinnar, en í henni segir svo:

Í UPPHAFI ERU Niflheimur og Múspellsheimur skapaðir. Í Niflheim er nístandi kuldi en Múspellsheimi brennandi hiti. Á milli þeirra er
Ginnungagap, hið algera tóm. Þar kviknar jötuninn Ýmir á mótum hita og kulda. Frá honum eru komnar ættir hrímþursa.

Því næst kviknar kýrin Auðhumla úr bráðnu hrími og drekkur Ýmir mjólk hennar. Auðhumla sleikir salt af hrímsteini og kemur þar smám saman í ljós maður. Hann er mikill og fagur álitum og er nefndur Búri. Hann getur af sér soninn Bur sem er faðir Óðins.

Óðinn og bræður hans drepa Ými og drukkna allir hrímþursar í blóði hans, nema einn sem kemst undan með hyski sitt. Þeir bræður fara með Ými í mitt Ginnungagap og gera þar af honum himin og jörð

Úr holdinu gera þeir jörðina, úr blóðinu sjó og vötn. Beinin nota þeir til að gera björg og búa til urð og grjót úr tönnum og brotnum beinum. Þá taka þeir höfuð Ýmis, hvolfa því yfir jörðina og gera þannig himininn. Sú hvelfing er borin uppi af dvergunum Norðra, Suðra, Austra og Vestra. Á himinfestinguna hengja bræðurnir neista úr Múspellsheimi og gera af þeim himintunglin. Þeir koma reglu á gang þeirra og setja nýtt tímatal.

Úr heila Ýmis gera Óðinn og bræður hans skýin og úr brúnum hans byggja þeir Miðgarð, innan hans eru heimkynni goða og manna.

Um þennan heim hafa menn ort Eddukvæðin, en þau eru talin meðal elstu kvæða sem varðveist hafa á norðulöndum. Um uppruna Völuspár, sem er eitt af þessum kvæðum, er ekkert vitað og er höfundur þess óþekktur. Menn eru ekki einu sinni vissir um að kvæðið sé ort á Íslandi. Sumir hafa getið sér til að það sé ort á mótum heiðni og kristni og höfundurinn sé heiðinn maður sem um leið sé undir áhrifum frá kristnum sið.

Eitt lag er til ritað á nótur sem sungið er við upphaf Völuspár – Ár var alda þá Ymir byggði. Stef þetta er var löngum notað í ríkisútvarpinu sem hlé-stef.

Þetta lag verður að teljast þjóðlag hjá okkur. Lagið var fyrst prentað í bók er út kom í frakklandi ári 1780 undir heitinu Essai sur la Musique og segir í formála bókarinnar að Johan Harmann, afi J.P.E.Hartmanns hafi skrifað þetta lag, og fá önnur upp eftir hinum lærða íslendingi Jóni Ólafssyni frá Grunnavík, en hann hafi sungið lögin fyrir þá. Þykir mönnum lögin undarleg, en svona séu þau sungin á Íslandi um það leyti sem bókin var gefin út. En kvæðið er jú úr Eddukvæðum.

 

Margir hafa í seinni tíð gælt við texta Völuspár og klætt hann tónmáli okkar tíma. Einn þessara tónöfunda er Jón Þórarinsson tónskáld og fræðimaður og þykir mér vel við hæfi að hlýða í þessum þætti á verk eftir hann sem einmitt ber heitið “Völuspá, tónverk fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, og er þetta verk að finna á diskum með heildarútgáfu verka hans. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kór Íslensku óperunnar og Kristinn Sigmundsson einsöngvari. Stjórnandi er Petri Sakari en kórstjóri er Garðar Cortes.

Við heyrðum verkið Völuspá eftir Jón Þórarinsson í flutningi Sinfóniuhljómsveitar Íslands, kórs íslensku óperunna og Kristins Sigmundssonar. Stjórnandi flutningsins var Petri Sakari.

Fullyrða má að menn hafi ekki flutt texta völuspár né annan texta er fjallaði um heim heiðinna manna á hátt sem þennan. En eflaust hafa Eddukvæðin verið flutt með einhverju tónmáli eða kveðanda. En við verðum aðeins að ímynda okkur þann flutningshátt.

En til er fólk sem helgar líf sitt rannsóknum á hinum gömlu textum og menningu forn- og miðalda. Fyrir skemmstu barst mér áhugaverður diskur sem hefur að geyma flutning á Eddukvæðunum í nýrri hljóðritun með tónlistarhóp sem kallar sig Sequentia sem hefur starfað síðan 1977. Í bæklingnum sem fylgir þessum diski má lesa grein Heimis Pálssonar sem er kynning á eddukvæunum. En síðan er þar önnur grein eftir einn af flytjendunum, Benjamin Bagby, einn af stofnendum hópsins þar sem hann segir frá flutningi Eddukvæðanna. Í grein hans má lesa m.a. að engar heimildir séu til um tónlist tengda flutningi Eddukvæðanna – og í rauninni engin ástæða til að ætla að slíkar heimildir hafi nokkru sinni verið til. Þau hafi orðið til í heimi þar sem menn lærðu hver af öðrum. Hann bendir einnig á að einu heimildirnar sem hugsanlega geti verið til um flutning Eddukvæðanna sé einmitt þetta lag sem við heyrðum áðan og prentað er í hinni frönsku bók. Hann bendir á að líklega fáum við aldrei að vita hvort lag þetta sé hluti af fornri arfleifð um flutning Eddukvæðanna eða hvort lagið sé bara hvert annað íslenskt þjóðlag frá 18. Öld.

En hvað um það – þetta ágæta fólk í hópnum Sekventia hefur rannsakað þessi kvæði, dvalið langtímum saman í Árnastofnun og hlýtt á gamlar hlóðritanir af bæði rímna- og kvæðasöng sem þar er að finna og reynt að gera sér grein fyrir því á hvern hátt menn fluttu sinni texta í kveðanda fyrri alda.

Elísabet Gaver, sem leikur á fiðlu í hópnum hefur einnig dvalið um tíma í Noregi og rannsakað gömul norsk hljóðfæri og hlýtt á hvernig menn léku á þau í gömlum hljóðritunum. Hefur hún reynt að gera sér grein fyrir þeim leik og endurskapað sinn ímyndaða heim um það hvernig þessi kvæði voru hugsanlega flutt. Það er svo sem engin ástæða til að ætla að menn á tímum heiðninnar hafi ekki getað flutt sinn kveðskap hér í norðurálfu við undirleik einhvers konar fiðlu eða lýra þess tíma. En þessi hópur hefur allavega, eftir langar og miklar rannsóknir á efninu, gefið okkur sína hugmynd um hvernig þessi tónlist var flutt. Í mínum eyrum er hér blanda af þjóðlegum elementum í hljóðfæraleik, einradda söng í ætt við tónmál Gregors páfa, fyrstu myndir organum, sem var upphaf fjölröddunar svo og þegar kemur að því að telja upp helstu kappa goðaheima þá fer að koma hið íslenska þjóðlega element inn í sönginn, bæði í hrynjanda og eitthvað könnumst við jú við laglínuna þegar á líður. Við skulum nú hlýða á brot af þessum diski. Tímans vegna náum við ekki að flytja allan þáttinn, en vonandi fáum við hugmynd um tónmálið og þann ímyndaða heim tónlistarmannanna sem þeir flytja okkur.

Hluti úr Völuspá I í flutningi Sequentia hópsins sem í eru Barbara Thornton sem syngur, Lena Susanne Norin sem einnig syngur, Elizabeth Gaver sem leikur á fiðlu og Benjamin Bagby sem syngir og leikur á lýru. Það skal tekið fram að Barbara Thornton lést 8. Nóvember árið 1998 um það leyti sem lokafrágangur á þessum diski fór fram.

 

Við heyrðum Sequentia hópin flytja brot úr Völuspá, en tónlistin er eftir félaga hópsins.

 

Þættinum er lokið í dag

Verið þið sæl.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is