Frú Björg Ingvarsdóttir færði Tónlistarsafni Íslands kassa með óperu- og tónleikaprógrömmum sem hún hafði safnað saman í gegnum árin. Prógröm þessi eru mjög mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni okkar að skrá tónlistarsöguna hér á landi í sértækan og leitarbæran gagnagrunn sem stefnt er að að komið verði upp við safnið.