Tímabilið 1877 – 1900

Dómkirkjuorganistarnir í Reykjavík hafa ávallt verið forustumenn í sönglífi bæjarins. Um þann fyrsta,Pétur Guðjohnsen, hefur áður verið rætt, og einnig um þann næsta, Jónas Helgason, sem tók við starfinu að Pétri látnum árið 1877 og gegndi því til æviloka 1903. Á þeim tíma var Jónas áhrifamesti maðurinn í sönglífi þjóðarinnar. Um hið sérstæða brautryðjandastarf Helga bróður hans á sviði hljóðfæralistar, nánar sagt, hornaflokka, hefur einnig verið áður rætt. Á þessu tímabili koma fleiri menn við sögu og verður nú minnst á þá þrjá menn, sem einkum setja svip á sönglífið í bænum, auk bræðranna Jónasar og Helga. Skal þá fyrstan nefna Steingrím Johnsen, eftirmann Péturs Guðjohnsens í söngkennarastarfinu við Latínuskólann og Prestaskólann, þar næst Björn Kristjánsson, kaupmann, sem kemur nokkru síðar til sögunnar, og loks Brynjólf Þorláksson, sem fór að láta að sér kveða á síðasta áratug aldarinnar og er orðinn aðalmaðurinn í sönglífinu á fyrsta áratug 20. aldarinnar.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is