Siguringi Eiríkur Hjörleifsson

Siguringi Eiríkur Hjörleifsson er fæddur 3, apríl 1902 að Bergskoti í Grindavík. Kunnastur er hann fyrir sönglög, sem birzt hafa í söngvasöfnum eins og lögin „Syngjandi vor“ og „Sólaruppkoma“ (Söngvasafn L.B.K., 2. hefti 1958) eða sungin hafa verið opinberlega, eins og „Seinasta nóttin“ (Þorst. Erlingsson). Lögin „Vorómar“ og „Á ferð og flugi“ hafa verið gefin út, svo og 12 konsertvalsar (píanóverk). Í handriti er sinfónía, fiðlusónata, strokkvartett og kantata fyrir blandaðan kór o. fl.

Siguringi lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1936, en áður hafði hann lokið tónfræðinámi við norskan bréfaskóla 1931. Hann hefur látið félagsmál tónlistarmanna mikið til sín taka, verið í stjórn Stefs, ritari Tónskáldafélags Íslands frá 1948 og er þar heiðursfélagi. Hann hefur samið bókina Fúga, Rvík, 1937, sem er kennslubók í þessari tegund tónlistar. Siguringi er kennari að menntun.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is