Ný hugvekja

Norðanfari, Akureyri, 17. okt. 1870

„… því ef satt skal segja, þá verðskuldar hinn almenni söngur Íslendinga varla svo veglegt nafn að heita söngur, jeg tala helzt um hinn almenna íslenzka kirkjusöng, eða hvernig farið er með sálmalögin í kirkjunni: eða heimahúsum. Söngur þessi er þá þannig yfir höfuð að tala, að sá sem þekking hefir á rjettum söng og fögrum, hann ýmist fælist hann, þykir hann hæðilegur eða mjög svo leiðinlegur. þetta er ekki heldur svo mikil furða, því lagamyndir þessar eða lög eru almennt svo smekklaust sungin og eru raunar nokkurs konar lagleysur með óteljandi dillanda og hringlanda upp og niður, stundum nærri því sitt lag í hverju versi í sama sálmi og víst sjaldgæft að sami söngmaður syngi sama lagið ætíð eins, heldur hefir söngur þessi í sjer það frjálsræði, að það má þá og þá bregða sjer á leik þar og þar upp úr eða niður úr, stundum svona, stundum hins vegar, rjett eins og andinn inngefur í það og það skiptið. En sá andi er ýmist andi heimskunnar, vanþekkingarinnar eða tilgerðarinnar, og ávallt andi smekkleysisins.“

[ Upphaf greinar… (Opnast í nýjum vafraglugga) ] [ Niðurlag (Opnast í nýjum vafraglugga) ]

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is