Haustið 2006, er ljóst var að til stæði að setja á stofn Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi höfðu afkomendur Gissurar Elíassonar samband við okkur er að því stóðu og buðu okkur að taka alla muni af verkstæðinu og velja úr þeim til sýningar í safninu sem dæmi um aðstöðu og tæki hljóðfærasmiðsins. Verða valdir hlutir af verstæðinu settir upp til sýningar í safninu.