Myndir af tónlistarmönnum

Myndir_Af_Listamonnum

Tónlistarsafni Íslands hefur borist að gjöf fjölda ljósmynda af erlendum listamönnum sem fram komu á tónleikum félagsins. Tónlistarfélagið í Reykjavík var frá stofnum þess árið 1932 einn helsti vettvangur tónleikahalds á Íslandi. Algengt var að tónlistarmenn skiptust á ljósmyndum eða gæfu áritaðar myndir af sjálfum sér. Nú hefur Tónlistarsafni Íslands áskotnast fjöldi slíkra mynda til varðveislu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is