Munir úr safni Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Sveinbjorn_Sveinbjornsson

Á ferðum okkar um Kanada á undanförnum árum hefur okkur tekist að safna ýmsum upplýsingum og munum er varða íslenska tónlistarsögu. Meðal þeirra er fjöldi persónulegra muna, – mynda, bréfa, platna o. fl. úr eigu fjölskyldu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, þ.e. Sveinbjörns sjálfs og konu hans, svo og barna hans tveggja, Helen og Þórðar. Meðal þeirra muna er strengjakvartett eftir Þórð sem Constanzas kvartettinn í Kanada hljóðritaði fyrir RÚV. Það var dr. Hallgrímur Benediktsson læknir í Calgary sem kom okkur í samband við Eleanor, barnabarn Sveinbjörns sem afhenti okkur alla þessa muni til safnsins.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is