Mandólínhljómsveit Reykjavíkur

Hljómsveitin hélt næstum árlega konserta á árunum 1945-50, marga í senn, og við góða aðsókn. Hljóðfæraleikararnir eru um 20, flestir nemendur Sigurðar Briem, sem er kunnur kennari á þetta hljóðfæri. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Haraldur K. Guðmundsson. Viðfangsefnin voru yfirleitt létt klassisk tónlist og lög enn léttari tegundar, sem ekki rista djúpt, en eru samt góð lög og skemmtileg.

Mandolín, gítarar, mandóla eða mandora eru af lútu-tegundinni, og má rekja sögu þessara hljóðfæra langt aftur í aldir til Austurlanda. Márarnir komu með gítarinn til Evrópu og er hann vinsælt hljóðfæri á Spáni enn í dag.

Oft hefur verið gripið til gítarsins, þegar mansöngvar voru fluttir. Mozart lætur Don Juan 1eika undir á gítar, er hann syngur mansönginn fræga í samnefndri óperu, og hinn kunni mansöngur í „Bajazzo“ eftir Leancovallo byrjar með þessum orðum: „Ak, Columbine, hörer du Gitarens Klang“ En það eru fleiri hræringar sálarlífsins, sem þessi hljóðfæri eru látin túlka. Spánska tónskáldið Manuel de Falla (1876-1946) samdi fyrir gítarleik sorgarlagið „Við gröf Debussy.“

Frægir tónsnillingar voru góðir gítarleikarar, eins og Paganini og Berlioz. Danska tónskáldið Henrik Rung lék vel á þetta hljóðfæri.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is