Litla flugan – fyrsta prentaða eintakið

Litla_Flugan

Í dag, 16. ágúst 2010 kom Leifur Árnason flugstjóri í safnið og afhenti því fyrsta prentaða eintakið af Litlu flugunni sem kom úr prentvélinni. Nóturnar eru með eftirfarandi áritun:„Þetta er fyrsta eintakið sem kom úr prentvélinni. Til Ernu minnar frá Sigfúsi. 14.3.1952“. Það eru börn Ernu, Leifur Árnason og Bergljót Árnadóttir sem gefa safninu eintakið.
Tónlistarsafn Íslands færir þeim systkinum innilegustu þakkir.

Erna var Erna Sigurleifsdóttir leikkona (1922-2002) (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is