Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson (1870-1927), síðar læknir á Seyðisfirði, tók við söngstjórninni af Bjarna Þorsteinssyni og stjórnaði skólapiltar kórnum tvö síðustu skólaár sín, 1888-90. Árni Thorsteinson var bekkjarbróðir hans. Hann segir, að Kristján hafi verið söngmaður af lífi og sál og hafi stjórnað kórnum með mestu prýði. Kristján samdi nokkur sönglög, sem flest eru óprentuð, kunnustu eru „Yfir kaldan eyðisand“ og „Hafaldan háa“, sem bæði eru í íslenzku söngvasafni II og fyrrnefnda lagið er auk þess í Organtónum I.

Skólapiltakórarnir lágu niðri á köflum. Sá sem þetta ritar, minnist þess, að Emil Thoroddsen æfði sérstakan skólapiltakór og stjórnaði honum á árunum 1914-17.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is