Jón Ásgeirsson

Jón Ásgeirsson er fæddur 11. okt. 1928 á Ísafirði. Hann brautskráðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1955 og voru kennarar hans þar þeir Árni Kristjánsson og dr. Urbancic. Síðan stundaði hann framhaldsnám í Glasgow 1955-56. Söngkennarapróf tók hann 1961. Jón hefur starfað við söngkennslu, kórstjórn og stjórn lúðraflokka í Reykjavík og Hafnarfirði. Hann var söngstjóri karlakórsins „Þrasta“ í Hafnarfirði 1959-61, en hér í Reykjavík er hann kunnastur sem söngstjóri Liljukórsins, sem oft lét til sín heyra í útvarpinu undir hans stjórn. Lúðrasveit verkalýðsfélaganna í Reykjavík stjórnaði hann 1953-55 og Lúðrasveit Hafnarfjarðar frá 1960.

Á síðari árum hefur hann vakið á sér athygli sem tónskáld, fyrir sönglög og kórlög, og síðast fyrir rapsódíu fyrir hljómsveit.

Rit: Hljóðfall og tónar, vinnubók 1.-3. hefti. Keðjusöngur, 1. hefti I962, 2. hefti 1966.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is