Johann Strauss kom í heimsókn
Horfa á myndskeið… (Opnast í nýjum vafraglugga)
Í síðustu viku var fjörið í Tónlistarsafni Íslands! 625 börn og kennarar heimsóttu safnið frá 20 leik- og grunnskólum í Kópavogi, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Hafnarfirði. Pamela De Sensi setti saman um 30 mínútna dagskrá sem valsakóngurinn Jóhann Strauss yngir stjórnaði (túlkaður af Sigurþóri Heimissyni leikara).
Þetta er þriðja dagskráin með þessu sniði sem Pamela stendur fyrir hér í safninu við almenna og mikla ánægju barna og kennara. Mozart dagskrá var í nóvember og Verdi og óperan í janúar. Alls hafa um 1.330 börn og kennarar úr 9 leikskólum og 14 grunnskólum í 5 sveitarfélögum mætt í safnið og allir farið heim sælir og glaðir.