3. sýning – Íslenskir jazz-, rokk- og blúsgítarar

Íslenskir jazz-, rokk- og blúsgítarar

Sýningin opnar 3. nóvember kl. 16.00 og stendur í 14 daga. Hún verður opin alla dagana frá kl. 14.-22.00

Ómetanlegt sjálboðaliðastarf fór fram við uppsetningu þessarar sýningar, og má þer helsta nefna, fyrir utan Gunnar Örn gítarsmið og Björn Thoroddsen gítarleikara, þá Þórð Árnason, Óttar Felix Hauksson og Jóhann Ísberg.

Opnun sýningarinnar hófst á því að Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands bauð gesti velkomna og í framhaldi af því ávarpaði Ármann Kr. Ólafsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs gesti og opnaði sýninguna formlega.

Með hverjum mun sem á sýningunni stendur er upplýsingaspjald, en þau má sjá hér á síðunni. Við að tvísmella á myndirnar stækka þær svo hægt er að lesa textann.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is