Hver var fyrsti organisti Dómkikjunnar í Reykjavík
Pétur organisti Guðjohnsen er fæddur á Hrafnagili í Eyjafirði 29. nóvember 1812. Foreldrar hans voru Guðjón bóndi Sigurðsson, Grímssonar Þorlákssonar prests í Miklagarði, – og fyrri konu hans Guðlaug Magnúsdóttir dóttir prófasts Erlendssonar að Hrafnagili og Ingibjargar lögmanns Sölvasonar. Foreldrar Péturs tóku snemma eftir því, að sonur þeirra var námfús og vel gefinn, og var hann því settur til mennta, mest af ráðum móður hans. Hann lærði undir skóla hjá Jóni lærða Jónssyni á Möðruvöllum í Eyjafirði. Haustið 1832 var hann tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla og varð stúdent þaðan 1835 með heldur góðum vitnisburði. Hann sá aldrei aftur Norðurland eftir það. Pétur varð að kosta sig að mestu sjálfur í skóla, því faðir hans gat lítið styrkt hann; sumarvinnan varð að nægja honum..