Hver samdi kantötuna Grát þú Ísland sem flutt var við útför Jóns Sigurðssonar

Hver samdi kantötuna Grát þú Ísland sem flutt var við útför Jóns Sigurðssonar

Olufa_finsenKantatan við útför Jóns Sigurðssonar forseta er hennar verk og Matthíasar; hún samdi músíkina, en Matthías sorgarljóðin. Sá söngur hreif svo áheyrendur, að lengi var í minnum haft. Hún stjórnaði sjálf söngnum, en beztu söngkraftar bæjarins sungu – tvöfaldur kvartett. Jónas Helgason stjórnaði sálmasöngnum í kirkjunni. Um þetta segir „Þjóðólfur“ 8, maí 1880: „Mun betri söngur en þennan dag heyrðist fágætur hér á landi.“ Sorgarkantatan eftir Olufu Finsen er fyrsta kantatan, sem er samin og sungin hér á landi. Því miður hefur hún ekki verið prentuð, en í Organtónum I er úr henni lagið: „Fjallkonan hefur upp harmalag.“.

Sjá nánar…

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is