Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Kór- og sönglög

Tónleikar í Salnum í Kópavogi 9. október 2011

Sunnudaginn 9. október 2011 hélt Karlakórinn Þrestir stórtónleika í Salnum í Kópavogi. Eingsöngvarar voru Garðar Thór Cortes, Valgerður G. Guðnadóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Jón Kristinn Cortez stjórnaði og Krystyna Cortes lék á píanóið. Tónleikarnir voru haldnir í tengslum við sýningu Tónlistarsafns Íslands á verkum, munum, myndum og bréfum úr safni Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar þjóðsöngsins.

Flutt voru þekkt og minna þekkt lög Sveinbjörns fyrir karlakór og einsöngsraddir en Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, leiddi tónleikagesti í gegnum helstu æviatriði tónskáldsins.

Með góðfúslegu leyfi flytjenda fékk Tónlistarsafnið að taka tónleikana upp og birtum hér sem lið í kynningu á Sveinbirni og tónlist hans. Lög og kynningar birtast í sömu röð og á tónleikunum.


Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is