Hátíðarræða dr. Páls Ísólfssonar á aldarafmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar

Þátturinn var á dagskrá Rásar 1, 14. mars 2000.


Góðir hlustendur!

Velkomnir á tónaslóð.

Í seinasta þætti hlýddum við á brot úr hljóðritun sem er frá Aldarafmælishátíð Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði sem haldin var haustið 1961. Við enduðum þáttinn á að heyra þrjú lög eftir Bjarna Þorsteinsson í flutningi Kirkjukórs Siglufjarðar. Við munum í þessum þætti heyra fleiri dæmi frá þessari hátíð. Aðalefni þáttarins verður hátíðarræða dr Páls Ísólfssonar, en að auki munum við heyra kirkjukór Siglufjarðar og karlakórinn Vísi flytja nokkur lög úr Alþingingishátiðarkantötu Bjarna. Þessi hljóðritun er söguleg að því leyti að sum laganna eru frumflutt á þessum tónleikum og að þetta er eina hljóðritunin sem til er af nokkrum þeirra. Við náum ekki að heyra öll lögin á tónleikunum, en þau munu eflaust heyrast hér í þáttum í framtíðinni. En við skulum hefja þáttinn á að heyra lagið Þú mikli eilífi andi við ljóð Alþinginshátíaðrljóð Davíðs Stefánssonar. Það er kirkjukór Siglufjarðar sem syngur undir stjórn Páls Erlendssonar. Það er Guðný Fanndal sem leikur á píanóið.

Við heyrðum kirkjukór Siglufjarðar undir stjórn Páls Erlendssonar flytja lagið Þú mikli eilífi andi við ljóð Davíðs Stefánssonar, en þetta lag er úr Alþinginshátíðarkantötu Bjarna Þorsteinssonar. Það var Guðný Fanndal sem lék á píanóið. Á eftir þessu lagi kom hlé á tónleikunum og þá flutti Páll Ísólfsson hátíðarræðu í minningu Bjarna Þorsteinssonar. Þessi ræða, ásamt öðrum helstu dagskrárliðum þessarar hátíðar var á dagskrá útvarpsins á aðfangadag jóla árið 1961. Ekkert af þessu efni hefur heyrst síðan. Við skulum nú heyra hátíðarræðu Páls Ísólfssonar.
Já, hlustendur góðir! – við þessi orð Páls er fáu að bæta. Ég vona að eftir þessa ræðu og það brot úr ræðu Baldurs Eiríkssonar í seinasta þætti geri menn sér ljóst hver jötunn var á ferðinni þar sem Bjarni Þorsteinsson var. Eitt er víst að hver sá er fást vill við þjóðlög í framtíðinni mun hafa bók séra Bjarna sér við hönd á einhverju stigi málsins.

En að lokinni hátíðarræðu Páls Ísólfssonar söng karlakórinn Vísir nokkur lög eftir séra Bjarna. Við skulum heyra eitt þeirra: Rís, Íslands fáni við ljóð Davíðs Stefánssonar, en þetta lag er úr Alþinginshátíðarkantötu séra Bjarna:

Við heyrðum karlakórinn Vísi syngja lagið Rís Íslands fáni eftir Bjarna Þorsteinsson við ljóð Davíðs stefánssonar.

Að lokum sameinuðust kirkjukór Siglufjarðar og Karlakórinn á sviðinu undirstjórn Róberts A Ottóssonar og sungu tvö lög úr Alþingishátíðarkantötu Bjarna Þorsteinssonar. Þetta eru lögin Sjá, liðnar aldir líða hjá og Við börn þín Ísland. Svo skemmtilega vill til að Róbert hafði smá aðfararorð að þessum flutningi, en við eigum allt of fá hljóðdæmi með hans vinsamlegu rödd sem staðfestir hve miklum tökum hann náði á Íslensku máli.

Góðir hlustendur!
Við heyrðum kirkjukór Siglufjarðar og karlakórinn Vísi syngja lögin Sjá, liðnar aldir líða hjá og Við börn þín Ísland úr alþinginshátíaðarkantötu Bjarna Þorsteinssonar.

Þættinum er lokið í dag.

Verið þið sæl.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is