Handskrifað nótnahefti úr Bárðardal

Hákon Sigurgrímsson

31. maí 2011 færði Hákon Sigurgrímsson Tónlistarsafni Íslands að gjöf lítið handskrifað nótnahefti með nokkru alþýðulögum frá byrjun 20. aldar. Heftið var skrifað í fjósbaðstofunni að Jarlsstöðum í Bárðardal og má þar sjá nöfn systkinanna á bænum, Unnar, Sturlu, Rebekku og Ástríðar Jónsbarna, en Unnur var móðir Hákonar. Er þetta hefti fagurt dæmi um löngun þjóðarinnar til að læra tónlist, sem hún og gerði við þær aðstæður sem þá var boðið á íslenskum sveitaheimilum.  Gegndu orgelharmoníin þar stóru hlutverki. Í heftinu má m.a. sjá dagsetninguna 1/1 1913.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is