Gömul nótnabók

Notnabok

Baldur Már Arngrímsson gítarleikari og fyrrum hljóðmaður hjá Ríkisútvarpinu og sölumaður í hljóðfæraverslunum afhenti Tónlistarsafni Íslands gamla bók með handskrifuðum nótum af íslenskum sönglögum.

Eftir að hafa skoðað bókina komumst við helst að þeirri niðurstöðu að hún hafi verið í eigu Guðmundar Jónssonar söngvara. Byggjum við þá niðurstöoðu á því að við nokkur af lögunum stendur nafn Guðmundar og auk þess eru lög sem upphaflega hafa legið hátt í útgáfum, eru færð niður í tónhæð fyrir djúpa rödd. Hér fyrir neðan má sjá og heyra frásögn Baldurs af því hvernig hún komst í hans hendur.

Baldur segir frá gjöfinni: (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is