Gögn Einars Markan

Einar_Markan2

Anne-Marie Markan færði Tónlistarsafni Íslands að gjöf gögn úr eigu Einars Einarssonar Markan, afabróður síns. Gögnin koma frá Jóni Kalman Stefánssyni en Einar var langafi hans. Um er að ræða bréf, myndir, tónleikaprógröm og tónsmíðar frá hendi Einar, og þeirra á meðal handrit að óperunni Geysir og Katla frá árinu 1942, auk sönglaga. Má minna á að árið 1976 kom út hefti með 43 sönglögum eftir Einar, og árið 1978 kom út hljómplata með 14 íslenskum sönglögum sem Einar hafði hljóðritað.
Einar lést árið 1973 og birtist minningargrein um hann í Morgunblaðinu. (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is