Þennan Steinway flygil gáfu Tónlistarfélagið, samkennarar og nemendur Árna við Tónlistarskólann í Reykjavík, honum í afmælisgjöf er Árni varð sextugur, 17. desember, 1966.Tónlistarsafni Íslands, var, skv. gjafabréfi dags. 13. apríl árið 2007, gefinn flygill úr dánarbúi Árna Kristjánssonar píanóleikara og Önnu Guðrúnar Steingrímsdóttur, konu hans. Það voru afkomendur þeirra hjóna sem gáfu flyglinn, auk ýmissa tónlistarbóka og muna. Eftir flutning Tónlistarsafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu stendur flygillinn nú í hátíðarsal Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og er notaður við hátíðlega viðburði í safninu.