Flauta Benedikts frá Auðnum

Benedikt_a_AudnumÍ dag (19. ágúst 2010)  kom Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettuleikari og tónlistarkennari og færði Tónlistarsafni Íslands að gjöf flautu þá er Benedikt Jónsson frá Auðnum notaði við þjóðlagasöfnun sína. Um starfs Benedikt segir séra Bjarni Þorsteinsson m.a. í þjóðlagasafni sínu á bls. 581:

Benedikt_a_Audnum2Benedikt Jónsson í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, er sá maður, sem einna mestu hefur hjálpað mjer við söfnun þjóðlaganna og einna ríkulegastan skerf hefur lagt í safn þetta; hann er mjög vel menntaður maður og söngfróður vel.  Kynntist jeg honum ekk fyr en 1898; en bæði á því ári og árinu á eptir safnaði hann og sendi mjer yfir 100 lög, þar af nálægt 60 rímnalög, – hitt lög við kvæði og sálmalög; fylgdu lögum þessum rækilegar athugsemdir, eptir því sem tök voru á.  Meginatriði þessara athugasemda og hugleiðinga hans tek jeg hjer upp með hans eigin orðum; og get jeg það því fremur, sem jeg í öllum aðalatriðum er á sama máli og hann… .

 

 

Grein um Benedikt í Degi 9. febrúar 1939 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Grein um Benedikt í Alþýðublaðinu 18. febrúar 1939 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Grein um Benedikt í Degi 9. mars 1939 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Jón Aðalsteinn Þorgeirsson segir frá gjöfinni: (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is