Eiður og Eygló gefa nótur

Eidur_og_Eyglo

Eiður Guðnason og kona hans, Eygló Helga Haraldsdóttir færðu Tónlistarsafni að gjöf nótnabunka með frumútgáfum af ýmsum íslenskum nótum. Meðal laganna sem þarna má finna eru sálmalög Guðrúnar Böðvarsdóttur, Á föstudaginn langa og Ég er að byggja. Þá eru tvö hefti með samtals átta lögum eftir Jóhönnu S. Sigurðardóttur, Dagsetur eftir Vestur-íslensku tónlistarkonuna Elmu Gíslason. Þá var meðal nótnanna hefti með lögunum úr óperettunni Meyjarskemmunni sem sett var upp í Iðnó árið 1934 – öll með íslenskum texta. Eiður hafði keypti nótnabunkann í Kolaportinu með það í huga að færa safninu hann að gjöf. Við þökkum Eiði og Eygló kærlega fyrir þennan hlýjug.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is