Dr. Victor Urbancic

Kristjan_Sigtryggsson

19. apríl kom Kristján Sigtryggsson í Tónlistarsafn Íslands og afhenti okkur að gjöf mynd af orgeli Dr. Viktors Urbancic þar sem á stendur mynd af honum sjálfum. Í bréfi Kristjáns sem fylgdi gjöfinni segir hann:
„Skömmu eftir andlát Dr. Viktors Urbancich vann ég að grein um hann fyrir Organistablaðið. Þá heimsótti ég konu hand, Dr. Melittu og hún fræddi mig um ýmislegt frá lífsferli þeirra hjóna.  Hún bað fyrir þessa mnd af orgeli hans í stofunni á Langholtsvegi og óskaði að hún yrði varðveitt á skrifstofu Organistafélagsins. Félagið hefur aldrei eignast eigin skrifstofu og þessvegna afhendi ég myndina Tónlistarsafni Íslands til varðveislu“.

Myndin hangir nú í safninu.

Hvað orgelið sjálft varðar, stendur það á orgelverkstæði Björgvins Tómassonar á Stokkseyri.

Meira um Urbancic í Ísmús

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is