Dómkirkjan

Dómkirkjan var bezti og veglegasti samkomustaðurinn í Reykjavík. Kirkjan var sjálfkjörinn staður fyrir uppfærslu á kirkjulegum tónsmiðum. Þar sungu blönduðu kórarnir, sem þeir Steingrímur Johnsen, Björn Kristjánsson og Brynjólfur Þorláksson stjórnuðu. Sungin voru klassísk kórverk og önnur lög, sem áttu við í guðshúsi. Á þessum tíma var harmoníum í kirkjunni, en pípuorgel kom ekki í hana fyrr en eftir aldamótin. Orgeltónleikar með verkum Bachs og annara meistara komu því ekki til greina.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is