Barnakórar

Barnakórar geta verið skemmtilegir, þegar þeir eru þjálfaðir af færum söngstjórum. Erlendis eru til frægir drengjakórar, eins og Thomanerkórinn í Leipzig, Dómkórinn í Berlín, Wiener-Knabenkór o.fl. Hér í Reykjavík söng „Drengjakór Reykjavíkur“ undir stjórn Jóns Ísleifssonar í Nýja Bíó um vorið 1937. Barnakórinn „Smávinir“ söng í júlí 1944 undir stjórn Helga Þorlákssonar skólastjóra. Kórinn er frá Vestmannaeyjum. „Barnakór Borgarness“ söng í Gamla Bíó 1945 undir stjórn Björgvins Jörgensen kennara. „Barnakórinn Sólskinsdeildin“ söng undir stjórn Guðjóns Bjarnasonar hér árið 1944. Þessi kór er úr Reykjavík. Söngurinn var öllum þessum kórum til sóma.

Norskur drengjakór „Stjernegutterne“ söng nokkrum sinnum í Gamla Bíó í júlí 1934. Allir drengirnir í kórnum voru innan fermingaraldurs. Kórinn söng einnig í Fríkirkjunni. Sungin voru eingöngu norsk lög og vakti söngurinn hrifningu. Söngstjórinn var Johannes Berg-Hansen.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is