Verkaskrá sr. Bjarn Þorsteinssonar

Una Margrét Jónsdóttir tók saman

Þessi verkaskrá er þannig upp byggð:
Fyrst kemur heiti verksins og upphaf textans, þá nafn textahöfundar. Þar á eftir kemur árið sem verkið var samið. Bjarni var mjög nákvæmur með það að skrifa dagsetningar og ártöl við verk sín, og því má stundum tímasetja þau upp á dag. Næst er tekið fram fyrir hvers konar flutning verkið sé samið, hvort það hafi verið gefið út, í hvaða riti og hvenær. Hafi verkið ekki komið út á prenti er þess getið hvar handritið sé geymt. Flest eru þau varðveitt í bókasafninu á Siglufirði. Sum verkin eru til í ýmsum útsetningum frá hendi Bjarna, og ég reyni að geta þeirra allra. Ég hef sett í þessa verkaskrá öll frumsamin verk sem mér er kunnugt um að til séu eftir Bjarna Þorsteinsson.
Nótnahefti með frumsömdum verkum Bjarna sem hann lét sjálfur gefa út:

Sex sönglög, 1899.
Íslenskur hátíðasöngur, 1899.
Tíu sönglög, 1904.
Þrjú sönglög, 1912.
Bjarkamál hin nýjustu, 1918.
24 sönglög fyrir fjórar karlmannaraddir, 1927.
24 sönglög fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Listi yfir verk Bjarna:

Hjarta mitt titrar. Jón Thoroddsen. 1883, úts. 1895. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Sjung, lilla fogel. Textahöf. ók. 1884, úts. 1895. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Liten Elin. (Och hör du, liten Elin.) C. Helmer. 14. sept. 1886. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Du kommer. C. Ploug. 1889. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Runhenda. (Hér skal stef stæra.) Matthías Jochumsson. 12.3.1890. Átti að syngja í leikritinu Helga magra eftir Matthías, en var ekki notað. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Quartett. Án texta. 24.4.1890. Átti að syngja á 1000 ári afmælishátíð Eyfirðinga, en var ekki notað. Fyrsta hendingin var síðar notuð í lagið „Ég vil elska mitt land.“ Karlakvartett. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Brúin. (Þunga sigursöngva.) Hannes Hafstein. 16.11.1892. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Stormur. (Ég elska þig, stormur.) Hannes Hafstein. 1894. Síðar (1899) var laginu breytt lítillega og notað við kvæðið Morgunstundir í skógi (Ég geng mig einn út í gróandi lund) eftir Jón Ólafsson.
Kór. Útg. 1905 í Skírni.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Vöggukvæði. (Bíum, bíum, blunda sætt.) Hannes Hafstein. 1894. Ádeilukvæði. Einsöngur með kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Inter pocula. Bjarni Þorsteinsson. Sumardaginn fyrsta 1894. Kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Systkinin. (Ég veit um systkin.) Einar H. Kvaran 14.9. 1894.
Einsöngur. Útg. í Sex sönglögum 1899.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Þess bera menn sár. Hannes Hafstein þýddi. 1894.
Karlakór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Fyrir nokkru sól var sest í mar. Steingrímur Thorsteinsson. 1894. Einsöngur. Lagið birtist í Stúdentasöngbókinni 1894 án höfundarnafns, en merkt tveimur stjörnum, tákni sem Bjarni notaði oftar sem dulnefni. Handrit á Siglufirði.
Kirkjuhvoll. (Hún amma mín það sagði mér.) Guðmundur Guðmundsson. Des. 1895.
Einsöngur. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Gullfoss. (Verður lítt úr ljóði.) Hannes Hafstein. 1897.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Vornótt. (Við nemum ei staðar.) Einar H. Kvaran. 1897.
Karlakór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Allir eitt. (Enn er lítil lands vors saga.) Matthías Jochumsson. 21.5.1898. Kór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
Ísland. (Eitt er landið ægi girt.) Matthías Jochumsson. 22.5.1898. Kór. Útg. í Sex sönglögum, 1899.
Ung er vor gleði. Einar Benediktsson. 1899.
Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Íslenskur hátíðasöngur. Texti úr Biblíunni. Einsöngur og kór. Útg. 1899
Sólsetursljóð. (Nú vagga sér bárur.) Guðmundur Guðmundsson. 1900. Söngdúett. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Mér bárust ómar. Hannes Jónasson. 1900. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Vort framtíðarland. Páll J. Árdal. 1900. Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Naar Søvnen mig flyr. Bertel Þorleifsson. 1900. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Agnar Stefán Klemensson. (Nú drúpir húsið.) Matthías Jochumsson. 1900. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Sveitin mín. (Fjalladrottning, móðir mín.) Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1901.
Einsöngur. Birtist í Íslensku söngvasafni I (Fjárlögunum) 1915.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Taktu sorg mína, svala haf. Guðmundur Guðmundsson. 1901. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Vor og haust. (Í fögrum lundi.) Páll J. Árdal. 1901. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Söngur Þórðar Andréssonar kvöldið áður en hann var hálshöggvinn. (Gissur ríður góðum fáki.) Indriði Einarsson. 25.9.1902. Úr leikritinu „Skipið sekkur“. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Hann hraustur var sem dauðinn. Indriði Einarsson. 4.10.1902. Úr leikritinu „Skipið sekkur“. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Íslands vísur. (Ég vil elska mitt land.) Guðmundur Magnússon (Jón Trausti). 1903.
Birtist í Íslensku söngvasafni I (Fjárlögunum) 1915.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Draumalandið. (Ó, leyf mér þig að leiða.) Guðmundur Magnússon (Jón Trausti.). 1903. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Í djúpið mig langar. Páll J. Árdal. 1903. Einsöngur. Útg. í 10 sönglögum, 1904.
Jónas Hallgrímsson. (Hátt yfir dranga.) Matthías Jochumsson. 1905.
Bl. kór. Birtist í Skírni 1905.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Vakir vor í blæ. Hannes Hafstein. 1905. Kór. Birtist í Skírni 1906.
Þá hugsjónir fæðast. Guðmundur Magnússon (Jón Trausti). Maí 1906. Samið fyrir góðtemplararegluna. Bl. kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Herhvöt. (Heyrðu yfir höfin gjalla.) Guðmundur Magnússon (Jón Trausti). Júní 1906. Samið fyrir góðtemplararegluna.
Einsöngur. Birtist í Íslensku söngvasafni I (Fjárlögunum) 1915.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Húsavík við Skjálfanda. (Opið haf og heiðkvöld skær.) Hulda. 1906.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Svanasöngur Heiðbláinar. (Ein sit ég úti á steini.) Indriði Einarsson. Október 1907. Úr leikritinu „Nýársnóttin“. Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Nú vakna þú, Ísland. Steingrímur Thorsteinsson. 1908.
Bl. kór. Útg. í Þremur sönglögum, 1912.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einhuga fram. Guðmundur Guðmundsson. 1908.
Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Svanir. (Ég heyrði þá syngja.) Hulda. 1909. Einsöngur. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Söngurinn. (Söngurinn göfgar.) Matthías Jochumsson. 1910. Einsöngur. Birtist í Organtónum 1913. Einnig útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Kvöldljóð. (Sólin rennur í roðasæ.) Hulda. 1910.
Bl. kór. Útg. í Þremur sönglögum, 1912.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Burnirótin. (Í skúta inni í gljúfrum grám.) Páll J. Árdal.
Einsöngur og bl. kór. Útg. í Þremur sönglögum, 1912.
Einsöngur og karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Heyskaparvísur. (Nú er tími tún að slá.) Án ártals. Kór. Óútg. Handrit í Árnasafni, Reykjavík.
Konungur lífsins. Friðrik Friðriksson. Kór. Birtist í Viðbæti við sálmasöngbók 1912.
Ó, blessa, Guð, vort feðra frón. Stefán Thorarensen. Kór. Birtist í Viðbæti við sálmasöngbók 1912.
Faðir vor og innsetningarorð – nýtt tónlag. Birtist í Hljómlistinni í janúar 1913.
Variation yfir „Heims um ból“. Líklega í kringum 1913. Orgel. Óútg. Handrit á Siglufirði í skrifaðri nótnabók sem merkt er „Lára Bjarnadóttir, 1913. Á sumardaginn fyrsta“.
Prelúdía í e-moll. Orgel. Birtist í Organtónum 1913.
Þormóðs ramma fagri fjörður. Matthías Jochumsson. 1918. Sungið á 100 ára afmæli Siglufjarðar, 1918. Síðar haft við textann Landið góða, landið kæra e. Hannes Hafstein.
Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Siglufjörður! Siglufjörður! Happasæla sumarfagra blíða. Hannes Hafstein. 1918. Sungið á 100 ára afmæli Siglufjarðar, 1918. Síðar haft við textann Íslands fáni, heill á himinboga e. Guðmund Guðmundsson.
Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Hvöt. (Vér tölum um ljómandi fornaldarfrægð.) Bl. kór. Útg. í Bjarkamálum hinum nýjustu, 1918.
Útfararljóð. (Er klukknahljóð úr fjarska.) Indriði Þorkelsson. 20.2.1924. Lagið hefur í handriti á Siglufirði undirtitilinn „Ofurlítil endurminning frá ráðhúsklukkum Kmhafnar“.)
Karlakór. Útg. í 24 sönglögum fyrir fjórar karlmannaraddir 1927.
Einsöngur. Útg. í 24 sönglögum fyrir eina rödd með fortepiano, 1928.
Alþingishátíðarkantata. Davíð Stefánsson. 1930. Einsöngur og kór. Óútg. Handrit á Siglufirði.
Una Margrét Jónsdóttir, janúar 2001

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is