Blakkir betri jazzmenn

Jón Múli Árnason

Jon-Muli-Arnason

Sagði ég einnig í sömu grein að margir hvítir Bandaríkjamenn hefðu að vísu lært, af negrum, að leika ágætan jazz, betri en hvítir menn af öðrum þjóðum, vegna náinna kynna af negrum og músik þeirra.Í grein sinni segist S.G. álíta að jazzinn sé engum sérstökum í blóð borinn, heldur fari það eftir lifnaðarháttum og öðrum aðstæðum hvað menn taka sér fyrir hendur er þeir komast á legg. Eg viðurkenni að flestir heilbrigðir menn gætu með nokkurnveginn áþekkum árangri lagt fyrir sig skurðgröft, steypuvinnu, vélritun, matreiðslu, lögfræði og læknisstörf, en um list er öðru máli að gegna, þar koma til greina sérgáfur, sem mönnum eru í blóð bornar. Sumum hvítum mönnum er það gefið að geta leikið góðan jazz, en miklu fleiri eru þó hinir sem hafa reynt það árangurslaust árum saman, og þurfum við ekki að líta lengi í kringum okkur til að finna þá. Aftur á móti hef ég aldrei heyrt getið um negra, sem fengizt hafi lengi við jazzleik án árangurs…“

– Jazzblaðið 1. tbl. 1948, bls. 15 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is