Og það er eins og að núverandi eiganda þessara salakynna hafi rámað í, að hálfgerð skömm væri að allri „útgerðinni“ á stóra salnum, þvi að sjálfur nefndi hann salinn „Færeyinga-sal“, sem menn skildu að ætti að vera í óvirðingarskyni, — ja, við gestina, sem þangað sóttu, líklega? Þetta var þó illa til fundið, og móðgun við Færeyinga, — og hefði verið nær að nefna salinn „sal hinna hvitu skrælingja“, — og gefa tekjurnar af honum til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík, í minningu um það, að einu sinni var tónlist í hávegum höfðíþessum sölum.“
Í þessari grein er Theodór að minnast starfs Oscars Johansens fiðluleikara sem starfaði í Reykjavík í tæp tvö ár um 1911. Oscar spilaði á Hótel Íslandi, kenndi og stofnaði hljómsveitar sem lék m.a. á tónleikum í Bárunni í mars 1912. Sveitin er sennilega sú fyrsta sem sett er saman á Íslandi.
-Vísir sunnudagsblað 19. apríl 1942 (Opnast í nýjum vafraglugga)