Verkfæri Jens M. Valdimarssonar hljóðfærasmiðs

Jens_M_Valdimarsson

Jens M. Valdemarsson vann við píanóstillingar á Íslandi á verkstæði Pálmars Ísólfssonar um árabil. Jens, sem var lærður prentari, fluttist til Spánar árið 1952 og síðar til Nýja Sjálands þar sem hann starfaði um áratuga skeið við prentverk. Hann fluttist til Íslands árið 1994 og lést í desember 2009.
Helga Valdemarsson, dóttir Jens færði Tónlistarsafni Íslands að gjöf verkfæratösku föður síns. Í henni má finna fjölda hluta sem píanóviðgerðarmaður notar við vinnu sína og eru þeir munir sönn heimild um starf hljóðfærasmiðsins. Við vonumst til síðar að geta sett upp sýningu um starf þeirra er unnið hafa að hljóðfærasmíði
og -viðgerðum.
Jens_M_Valdimarsson3
Jens_M_Valdimarsson2Jens K. Valemarsson.

Hér að ofan má sjá mynd af Jens (annar t.h.) , tekin árið 1952 ásamt kollegum sínum í verksmiðju Stanway & Sons í Hamborg.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is