Gjöf úr búi Elsu Sigfúss

Elsa_Sigfuss

Í febrúarmánuði 2009 hafði ég samband við Eddu Sigfúss, dóttur Elsu Sigfúss með það í huga að afla gagna um Elsu Sigfúss. Áður hafði ég fengið ýmis gögn um Elsu frá Eddu í tengslum við útvarpsþáttagerð á Rás 1. Edda tók vel í erindi mitt og fór ég svo á vegum Tónlistarsafns Íslands í Danmerkur nú í maímánuði og sótti öll gögn úr fórum Elsu sem Edda hafði í sínum húsum, og ánafnað safninu.

Skipafélagið SAMSKIP styrkti svo safnið með því að flytja tvo stóra pappakassa af gögnum, endurgjaldslaust til Íslands og eru þau nú varðveitt í Tónlistarsafni Íslands til frambúðar. Bíða þau vonandi áhugasams rannsóknarnema að fara í gegnum og skrifa ritgerð um líf og starf Elsu.
Bjarki Sveinbjörnsson

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is