Sagan Orgelið – 1

Þessi texti er upphaflega skrifaður sem handit að útvarpsþætti sem var á dagskrá Ríkisúvarpsins, Rás 1, 4. janúar 2000


Við erum stödd á 19. öldinni í þessari upprifjun á þróun íslenskrar tónlistar. Það var einmitt á síðari helmingi 19. aldar sem uppgjörið varð – við gætum nánast kallað það paradigme-skifti í íslenskri tónlist. Forsöngvaranum, og öllu sem hann stóð fyrir, gömlu lögunum og langspilinu, allt hlutir sem fylgt hafði íslenskri menningu í um 200 ár, var hafnað, og fórnað, fyrir ný lög og orgel. Til varð ný stétt manna í stað forsöngvarans, orgelleikarinn. Þetta gerðist ekki í einni hendingu, heldur á um 50-100 árum. Það getur verið erfitt nútímamanninn að greina frá hvað allt þetta þýddi fyrir íslenskan almúga – ekki síst frá stöðu forsöngvarans í hverju kirkjusamfélagi fyrr sig, þýðingu hinna gömlu sálma fyrir íhaldssama bændur sem forðuðust allt það sem hétu framfarir og hve alvarleg tilfinningaleg árás það var fyrir marga að fá orgel í kirkjurnar og um leið ný sálmalög.

 

Ég var búinn að velta því lengi fyrir mér hvernig ég gæti í rauninni gert hlustendum almennilega grein fyrir því hvað þessi breyting sem Magnús Stephensen boðaði um aldamótin 1800 þýddi fyrir sauðsvartann almúgann í landinu. Það var þá að ég rakst á sögu sem birtist sem framhaldssaga í Þjóðólfi um 1880 og heitir Orgelið. Hún er eftir Einar H. Kvaran og lýsir þessum áhrifum með hugsun og orðum samtímamannsins. Ég hef því valið að leyfa hlustendum að hlýða á þessa sögu í lestri Hjalta Rögnvaldssonar leikara. Sagan er það löng að henni verður að skifta niður á þennan þátt og þann næsta. En áður en við heyrum fyrri hluta þessarar sögu skulum við hlýða á verk frá sama tíma og sögusvið frásagnarinnar er sem við heyrum hér á eftir. Við skulum heyra annan þáttinn úr strengjakvartett í a-moll op 1 eftir norska tónskáldið Johan Svendsen en Svendsen skrifaði þennan kvartett árið 1865 en hann var þá við tónlistarnám í Leipzig. Það er Kontrakvartettinn sem flytur:

 

Lestur sögur:

 

Við heyrðum Hjalta Rögnvaldsson lesa fyrri hluta sögunnar Orgelið eftir Einar H. Kvaran.

 

Þættinum er lokið í dag.

 

Verið þið sæl

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is