Þessi texti er upphaflega skrifaður sem handit að útvarpsþætti sem var á dagskrá Ríkisúvarpsins, Rás 1, 21. desember 1999.
Við erum stödd í þeim þáttum úr sögu íslenskrar tónlistar sem hér eru raktir, á mótum hins gamla og nýja söngs. Eins og fram hefur komið þá virðist kirkjusöngurinn hafa gersamlega verið í molum í lok 18. aldar og í upphafi þeirrar 19. Samkvæmt lýsingum þeim sem við höfum heyrt er, eins og menn hafi ælt út úr sér hljóðunum hver framan í annan og allt snúist um að kalla fram hljóð fremur en en syngja drottni til dýrðar. En verðum við ekki að ætla að lýsingarnar eigi við ástandið eins og það var verst fremur en að svo hafi þetti verið alsstaðar. Nú skulum við um stunda staldra við árið 1846. Þá sat Chopin úti í Evrópu og samdi næturljóð í B-dúr op 62 nr. 1 fyrir píanó:
Við heyrðum Van Cliburn leika næturljóð op 62 nr. 1 eftir Chopin frá árinu 1846. Það áttu eftir að líða áratugir þar til Íslendingar fengu að heyra þessa tónsmíð, kannski meira en 100 ár, ég veit það ekki. Á þessum tíma gátu einstaka menn illa raulað og elt sjálfa sig á strengjum langspilsins – engar kunnu þeir nóturnar og hugmyndir þeirra um tónlist og tónlistariðkun í engu samræmi við það sem var að gerast í löndunum í kringum okkur. En hvað voru íslendingar að gera árið 1946 í tónlistarmálum sínum? Einstaka menn vildu taka á málunum, reyna að bæta sönginn og umhverfi hans í kirkjunum. Til er grein, einmitt frá árinu 1846, sem lýsir bæði ástandinu og hugmyndum manna til úrbóta. Grein þessi birtist í Ársriti sem samið var og gefið út af prestum í syðra-þórsnesþingi en það mun hafa verið á Snæfellsnesi. Þessi grein er merkileg að mörgu leyti því í henni koma ekki aðeins fram hugmyndir um sönginn og hvernig megi bæta hann, heldur koma einnig fram hugmyndir um byggingu kirknanna og innréttingar þeirra með það í huga að söngurinn berist betur um kirkjuskipið. Greinlegt er að menn þekkja ekki hugtakið hljómburð á þessu árum en sjá má af greininni að menn hafa hann í huga þó svo þeir geri sér ekki grein fyrir því. En áður en við heyrum þenna pistil, sem tekur um 23 mínútur í flutningi Hjalta Rögnvaldssonar leikara sem las þessa grein inn sérstaklega fyrir þennan þátt skulum við heyra annað næturljóð eftir Chopin sem samið er sama ár og þessi grein var skrifuð en það er næturljóð op. 62 nr. 2 í flutningi Shura Cherkassky.
Um kirkjusöng:
Við heyrðum Hjalta Rögnvaldsson lesa grein sem heitir Um söng í kirkjum og samin var af prestum í syðra-Þórsnesþingi og birtist í ársriti þeirra árið 1846.
Lýsing þessi er þó ekki eins stóryrð eins og sumar þær sem við höfum heyrt áður í þessum þáttum, en ætla má að ekki hafi þetta nú verið alls staðar svona slæmt.
Þessi frásögn er skráð á vissum tímamótum og sýnir það að endurbætur þær sem fram áttu eftir að fara fram á næstu árum voru ekki komnar til Sænfellsness, enda tala menn um að sungið hafi verið úr grallaranum í sumum kirkjum landsins fram á fyrstu ár 20. aldarinnar.
Það voru í rauninni nokkur atriði sem voru að breytast í tónlistarmálunum á þessum árum eða áratugum. Eitt var að smám saman komu ný erlend lög sem þjóðin lærði smátt og smátt. Staða forsöngvarans veiktist með tímanum, orgel fóru að koma í kirkjur landsins á seinni hluta 19. aldar og íslendingar fóru af alvöru að semja sönglög við texta íslensku ljóðskáldanna. Að auki má bæta við að kórar fóru að myndast og einstaka lúðrahópar. Það má því segja að 19. öldin hafi farið í það að tileinka sér það sem í dag er kennt í forskóladeildum tónlistarskólanna – að læra sjálf undirstöðuatriðin. Þessar breytingar gengu ekki átakalaust fyrir sig og eigum við eftir að rifja þann þátt upp sérstkalega í næstu þáttum.
Ári eftir að þessi grein birtist í Ársriti presta í syðra Þórsnesþingi og ári eftir að Chopin samdi þessi tvö næturljóð sem við heyrðum í þættinum, fæddis Sveinbjörn Sveinbjörnsson 28. júní árið 1847. Við skulum því ljúka þessum þætti á að heyra eftir hann tvö píanólög í flutningi Arnar Magnússonar píanóleikara. Það eru lögin Idylle og Vikivaki.
Við heyrðum Örn Magnússon leika lögin Idyll og Vikivaka eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Þættinum er lokið í dag,
Verið þið sæl.