Sænskur barkalúður

Saenskur_barkaludur

Jón Fr. Sigvaldason kom í heimsókn 25. mars ssl. og færði Tónlistarsafni að gjöf sænskan Närverlur, eða barkarlúður. Nánari frásögn má fá finna af gjöfinni og hljóðfærinu hér að neðan.

Barkalúðrar
Finna má tvær gerðir barkalúðra. Önnur gerðin er er byggð úr löngum barkaræmum, og eru mjórri í annan endann, sem flettast í spíral af tréstammanum. Börkurinn mótast síðan í 20-110 sentimetra lúður, stundum utan um mót sem hjálp.

Hin gerðin, sem jafnfram er útbreiddari, er í sinni einföldustu mynd klofinn tréstammi sem er holaður innan og síðan eru báði helmingarnir bundnir saman af tréreimum eða með því að vefja berkinum utan um þá. Báðar gerðirnar er þekktar allt aftur frá miðöldum, en ætla má að þær séu enn eldri og hafi haft mikla útbreiðslu um Evrópu.

Barkalúðurinn, í sínum ólíku gerðum er hljóðfæri sem er dæmigert fyrir skógarsvæðin norðan Alpanna og Karpatafjallanna.

Barkalúðurinn var notaður til að fæla burt óværur og hræða vargfugla og birni, en einnig til að senda boð yfir miklar vegalengdir. Á Norðurlöndum hefur hann verið nýttur til boðskipta meðal fjárhirða. Hjásetustúlkurnar notuðu lúðrana til að senda boð til kolleganna eða til fólksins sem bjó niðri í dalnum. Lúðrarnir hafa einnig verið notað sem hljóðfæri en margar hjásetustúlknanna lærðu að leika laglínur á þau.

Rune Selén lúðrasmiður
Einn sumardag, árið 1959 kynntist hinn sænski skólakennari Rune Selén barkalúðrinum. Eftir sumardvöl í Skattungbyn, saman með fjölskyldu og vinum, ákváðu þau að smíða sér hver sinn barkalúður sem minningu um dvölina. Í framhaldi af því kynnti hann sér gamlar aðferðir við smíðina, og fyrsta árið smíðaði hann tvo lúðra.

Það var svo árið 1961 sem hann veiktist alvarlega og sem þakklæti fyrir að koma lifandi úr þeim veikindum ákvað hann að gerast „lúðursmiður Vors Herra“.

Með árunum þróaði Rune lúðrana sína til að verða músíkhljóðfæri og reiknað hann út hverja lengd þeir þyrftu að hafa til að hljóma í ákveðnum tónhæðum. Þannig varð lúður í C að verða 120 cm, B-lúður 135 cm, F-lúður 180 cm, Es-lúður 200 cm og D-lúður 212-215 cm.  Algengasti lúðurinn, eða um 80 % af framleiðslunni eru B-lúðrar og eftir þeim lúðrar í Es og F.

Á barkalúður er eingöngu hægt að leika tónana í náttúrutónaröðinni og því lengri sem lúðurinn er getur maður leikið fleiri tóna. Ef maður hefur náð færni að leika á hljóðfærið má ná sjö misunandi tónum á B-lúður og á Es hljóðfærið ellefu tónum.  Munnstykkið mótar Rune þannig að það líkist þeim á trompetum eða hornum.

Allan ágóðann af framleiðslunni gaf Rune til góðgerðarmála og að frá dregnum kostnaði náði lífsstarfið að gefa um 3 miljónir sænskra króna.

Í allt smíðaði Rune 11065 lúðra á yfir 40 árum og er sá sem Jón Fr. Sigvaldason færði Tónlistarsafni Íslands að gjöf nr. 2764, smíðaður árið 1975. Vitað er um annan lúður á Íslandi, númer 2710 en Rune afhenti Norræna húsinu í Reykjavík hann að gjöf. Rune hefur komið í heimsmetabók Guiness fyrir lífsstarf sitt.

Jón Fr. Sigvaldason segir frá hljóðfærinu og hvernig hann eignaðist lúðurinn. (Opnast í nýjum vafraglugga)

SÆNSKUR BARKARLÚÐUR
25. mars 2011
Jón Fr. Sigvaldason kom í heimsókn 25. mars ssl. og færði Tónlistarsafni að gjöf sænskan Närverlur, eða barkarlúður. Nánari frásögn má fá finna af gjöfinni og hljóðfærinu hér að neðan.

Jón Fr. Sigvaldason segir frá hljóðfærinu og hvernig hann eignaðist það.

Hér má sjá bréfasamskipti Jóns og Rune Salén á þessu ári og fyrir neðan grein sem birtist í  blaðinu Dalarnas Spelmansblad Nr. 2, 2001.

Njáll Sigurðursson fræðimaður sendi Tónlistarsafni eftirfarandi upplýsingar varðandi þennan lúður:

Sæll Bjarki.

Á heimasíðu safnsins rakst ég á mynd af sænskum trélúðri eða barkarlúðri, sem safnið fékk að gjöf
nýlega.

Til fóðleiks um þetta forna hljóðfæri má benda á eftirtaldar vefsíður:

http://is.wikipedia.org/wiki/Heimdallur (Opnast í nýjum vafraglugga)
http://sv.wikipedia.org/wiki/Näverlur (Opnast í nýjum vafraglugga)
http://no.wikipedia.org/wiki/Lur (Opnast í nýjum vafraglugga)
http://www.lurogbukkehorn.org/ (Opnast í nýjum vafraglugga)

Einnig má benda á erindið í Völuspá, þar sem kveðið er um Gjallarhorn Heimdallar:

46.
Leika Míms synir,
en mjötuður kyndist
að inu galla
Gjallarhorni.
Hátt blæs Heimdallur,
horn er á lofti
mælir Óðinn
við Míms höfuð.

Heimdallur varar goðin við og boðar Ragnarök með því að blása í lúður sinn, Gjallarhorn.

Hugmynd mín um að Gjallarhorn Heimdallar hafi verið trélúður eða barkarlúður (á íslensku jafnvel „bjarkarlúður“, af ensku: Birch trumpet), hefur verið að mótast allt frá því er ég hóf að hugsa um blásturshljóðfæri til forna. Einkum festist þetta mjög í huga mér við kynni mín af þeirri stórmerku konu Cajsa S. Lund, sem er eða var einn markverðasti “musikarkeolog” sem um getur á síðari tímum. Sjá útgáfur hennar, LP-plötur, geisladiska og ritsmíðar, um forn norræn hljóðfæri. Sérsvið hennar í þeim rannsóknum voru bronslúðrarnir fornu og hefur hún rannsakað þá meira og betur en nokkur annar vísindamaður.

Kenning mín um að Gjallarhorn Völuspár hafi verið barkarlúður, er studd sönnunum í fornleifarannsóknum í Noregi og í Svíþjóð, sjá nánar á vefsíðum sem ég bendi á hér að framan. Barkarlúðurinn var alþýðuhljóðfæri, fyrr á öldum eitt algengasta blásturshljóðfæri á Norðurlöndum, auk horna af ýmsu tagi. Svo voru einnig til mjög fornar flautur úr beinum og trjáviði. Hvort trélúðrar eða barkarlúðrar voru til hér á landi er ekki hægt að sanna, þeir hafa ekki fundist hér, svo vitað sé. En efniviðurinn mun hafa verið við höndina hér á landi á landnáms- og þjóðveldisöld, ekki síður en í Noregi og í Svíþjóð. Hvort smíðatæknin barst hingað skal ósagt látið. En hugmyndin um lúður Heimdallar lifði með þjóðinni, í fornum fræðum og ritum, kvæðum og sögum, bæði í munnlegri geymd og á bókfelli.

Ég hef alla tíð álitið að það Gjallarhorn sem ort er um í þessu erindi Völuspár, hafi verið trélúður
eða barkarlúður, sbr. hljóðfærið sem talið er að fundist hafi í víkingaskipinu fræga í Noregi, sem lesa má um í norsku greininni í Wikipedia.

Njáll Sigurðsson


 

Hér má sjá bréfasamskipti Jóns og Rune Salén á þessu ári og fyrir neðan grein sem birtist í  blaðinu Dalarnas Spelmansblad Nr. 2, 2001.8

1

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is