Eddukvæðin

Þessi texti er upphaflega skrifaður sem handit að útvarpsþætti sem var á dagskrá Ríkisúvarpsins, Rás 1, 9. nóvember 1999.


 

Í seinasta þætti minntist ég aðeins á fornlúðra – eða bronslúðra sem fundist hafa á norðurlöndum og í norður-þýskalandi. Við heyrðum einnig nokkra tóna úr slíkum hljóðfærum. Einnig heyrðum við texta sem er sköpunarsaga heiðinna manna og við heyrðum m.a. verkið Völuspá eftir Jón Þórarinssonl. Nú ef við förum aðeins út í goðafræðina má minnast á að lúður Heimdallar hét Gjallarhorn og blési hann í hann heyrðist “blástu hans í alla heima”.
Nú einnig má í þessu sambandi minnast á orðið galdur sem er í ætti við eða samstofna orðinu að gala. Í Eddu er til Grógaldur og Gróttasöngur og í fornritum er gjarnan minnst á galdraljóð og munu þau hafa verið ætluð til söngs.

Við þekkjum í menningu annara þjóða að þar syngja menn gjarnan einhverja trúarsöngva eða þulur við trúarathafnir sínar. Nú, á Íslandi blótuðu menn goðin og því ekki óvarlegt að ætla að þeir hafi kyrjað ógurlega þegar ná átti sambandi yfir í aðra heima.

Nú við skulum rétt sem snöggvast líta á hvaðan þeir flækingar komu sem ráku á fjörur þessarar eyju sem rís úr hafi á miðjum Atlantshafshryggnum.

Upphaf víkingaaldarinnar var um 600 er lokað var fyrir fornar verslunarleiðir frá Miðjarðarhafi og norður að Eystrasalti sem og víðar í Evrópu. Þetta varð til þess að ýmsir misstu spón úr aski sínum í verslun og var því ráðist í víkingaferðir.

Aðrar orsakir komu hér einnig til. Víkingaferðir frá Noregi voru aðallega vegna landgæða og landsskorts svo og breytts þjóðfélagsmynsturs. Um var að ræða mikla fólksfjölgun og tilkomu kjarnafjölskyldunnar í stað stórfjölskyldunnar. Hin mikla þensla sem var í Noregi ýtti mönnun nánast á haf út í kænum sínum. Möguleikarnir voru svo sem ekki margir þegar taka átti stefnuna til hafs. Sigla mátti í norðurs til Hálogalands eða enn lengra. Nú í suðri áttu menn von á hverju sem var vegna langra hefða í kaupskap og víkingi og því kosturinn var annar en að taka stefnuna í vestur – til Íslands.

Nú, til að gera langa sögu stutta í þessu efni þá byggðist hér land smám saman af “alls kyns lýð”.

Fyrstu heimildir um Ísland finnast víst í bók frá því um 825. Hún ber heitið De mensura orbis terrae og er eftir írskan munk er Dicuilus hét. Hann segir svo frá í bók sinni að hann hafi hitt nokkra írska munka sem búið hafi á eyjunni Thule. Þeir sögðu honum að um vetrarsólhvörf væru stuttir dagar á Íslandi, en um hásumar svo bjart um miðnættið að tína mætti lýs úr fötum sínum.

Það er líklega orðin hefð að segja að landnám hafi verið hér árið 874 og landnámstíminn hafi náð til 930 þegar Alþingi var stofnað á Þingvöllum. En það er ekki erfitt að ímynda sér að hingað hafi menn þvælst löngu áður, ekki aðeins úr austir heldur og einnig úr vestri. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hverrar trúar þessir menn voru, þ.e. að segja ef þeir trúðu þá á nokkurn skapaðan hlut. Kristni hafði verið að breiðast út í Evrópur og þeir írsku munkar sem hingað komu voru kristnir. Hér var fyrir hópur manna sem heiðnir voru og því von að menn greindi stundum á. Ekki þótti heldur gott að þessi menn ættu með sér nein samskipti. Heiðnir menn áttu einn möguleika og það var að prímsignast, það er að gert var krossmark yfir höfði þeirra og þeir þar með afdjöflaðir. Menn sem hlotið höfði prímsigningu urðu að hafna blótum heiðinna manna en gátu í staðinn átt samskipti við kristna menn. Til eru mörg dæmi þess að menn hafi valið þann kost að láta prísigna sig í hagnaðarskyni. Ekki tókst nú öllum að vera einlægir í þessum umskiptum sínum og því er komið hugtakið að vera blendinn í trúnni. Það er ekki tími til að rekja kristnitökuna hér, en hún gekk jú yfir á nokkrum árum. Því hefur verið haldið fram að kristnitakan hafi verið af pólítískum ástæðum. Við þessi trúskipti hafði Noregskonungur bein afskipti af íslenskum innanríkismálum. Kirkjan var á þessum tíma orðin voldug stofnun í Evrópsku samfélagi og var innri strúktúr hennar vel skipulagður, með embættismannakerfi og réði hún einnig yfir öllu skólakerfi hins vestræna heims. Kirkjan var krefjandi og valdamikil og jókst hvortveggja jafnt og þétt. Á fyrstu árum kristninnar hér á landi urðu litlar breytingar, en fyrst þegar Ísleifur Gissurarson verður biskup árið 1056 fara hjólin að snúast.

Við vitum svosem lítið um söng sveitakallanna fyrir 1000 árum. En enginn þarf að segja okkur að ekki hafi verið rauluð ein og önnur blautleg staka undir torfvegg á þeim árum. Allt sem skráð var í bækur var kirkjulegs eðlis – þ.e.a.s. allt er laut að tónlist að minnsa kosti. Þá voru ekki gefnar út söngbækur fyrir almenning eins og í dag. Allt sem við vitum með vissu um tónlistarmál fyrri alda er því tengt kirkjunni og þeirri tónlist sem iðkuð var við trúarathafnir. Það sem stendur í íslendingasögum er meira og minna sem við verður að geta okkur til um. Sem dæmi um það getur maður eitt miklum tíma í að velta fyrir sér hugtakinu “að kveða”. Hvort sem þetta orð í íslendingasögunum er sömu merkingar og yrkja þá hafa skáldið verið að yrkja drápu. En ef við eigum að skilja þetta þannig eins og í Egilssögu þar sem segir frá því að Egill hafi vakað næturlangt við að yrkja Höfuðlausn og, eins og stendur ” hafði fest svo að hann mátti kveða um morguninn”. Nú eins má minnast á þegar Arinbjörn Hersir hafði átt orðaskipti við Eirík konung stendur skrifað ” þá gekk Egill fyrir hann og hóf upp kvæðið og kvað hátt og fékk þegar hljóð”. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að velta fyrir okkur lengi.

Nú verður að segjast að líklega höfum við ekki misst af mikilli þróun á sviði tónlistarmálanna því sú tónlist sem flutt var í kirkjunum var nánast eins allsstaðar. Því máætla að sú tónlist sem iðkuð var í íslenskum kirkjum og klaustrum á árum kaþólskunnar hér á landi hafi verið sú sama og í kirkjum og klaustrum annarsstaðar í hinum kristna heimi, allavega hvað formið snerti. Án efa hefur fólk sem hingað kom á þessu duggum sínum austan úr Evrópu haft með sér einhverja veraldlega söngva. En heimildir um þann söng eru meira og minna máðar út í kolsvarta gleymskuna. Allt hjal um hljóðfæri og hljóðfæratónlist virðist meira og minna út í loftið á tímum Kaþólskunnar, en einhversstaðar eru nefnd til sögunnar 4-5 hljóðfæraheiti sem leikið var á og verður minnst á þau síðar.

En áður en við höldum lengra skulum við kafa dálítið niður í fortíðina og heyra brot úr Eddukvæðunum í flutningi Sveinbjörns Beinteinssonar. Í bæklingi sem fylgir plötunni segir m.a.:

Sveinbjörn er kunnur kvæðamaður og hefur lagt rækt við þá gömlu hefð að flytja fornan kevðskap í form sem er millistig milli söngs og framsagnar. Kvæðamenn voru til í hverri sveit og sumir þeirra ferðuðust milli byggðarlagatil að skemmta fólki með kveðskap sínum. Eru nöfn margraþeirra kunn framá þennan dag, til dæmis Kvæða-Anna á norðurlandi, Kvæða-Eyjólfur á Suðurlandi og Kvæða-Tobbi á Vesturlandi á 15., 16. Og 17. Öld.

Kvæðamenn tóku að sumu leyti við arfi og héldu áfram hlutverki þulanna á tímabili Eddukvæða. Má til sanns vegar færa að Sveinbjörn hafi horfið til þessa gleymda skeiðs í íslenskri framsögn. Á þessari plötu kynnir hann ekki hinn mikla og fjölbreytilega rímnaarf síðustu 700 ára, heldur Eddukvæðin sem samin voru fyrir árið 1200 og eru meðal elsta kveðskapar í Evrópu, þegar frá er talin grískur og latneskur skáldskapur.

Eddukvæði voru ekki skráð á bókfell fyrren kringum árið 1200, en þau varðveita eigi að síður miklu meira af hinum heiðna anda hetjualdar en til dæmis Bjólfskviða sem skráð var nokkrum öldum fyrr, að ekki sé minnst á Niflungaljóð frá Austurríki sem er gagnsýrt af hinum kristna anda riddaraaldar. Það kann að þykja forvitnilegt að Richard Wagner fékk megnið af efninu í Ring der Nibelungen úr þýskri þýðingu á Eddukvæðum.

Eddukvæði skiptast í tvo meginflokka. Fjórtán þeirra fjalla um goðsögulegt efni og hin um fornar germanskar hetjur. Sveinbjörn kynnir hér tvö af goðsögulegu kvæðunum og eitt hetjukvæðanna. Fyrst þeirra er hin víkunna Völuspá, sem í nokkrum áhrifamiklum svipmyndum rekur sögu heimsins frá óskapnaði ginnungagaps til sköpunar guða, jarðar og manna, til ragnaraka og loks nýrrar jarðar þar sem guðir og menn munu lifa í sátt og samlyndi og ekkert böl framar hrjá þá. Sveinbjörn kveður þrjátíu og átta af sextíu og sjö erinudm Völuspár.

Hitt goðsöugulega kvæðið er Hávamál sem á að vera lagt í munn Óðni, en í rauninni er einugnis um helmingur kvæðisins tengdur honum. Hávamál er fyrst og fremst uppfræðingarkvæði sem boðar okur hyggindi sem í hag koma og kynnir þá raunsæju lífsskoðun og þá siðgæðisvitund sem best er lýst í íslendingasögum. Hér er um að ræða húmanískt verk sem fjallar beinlínsis um daglegt líf, hátterni og félagslegar hugsjónir og leiðir í ljós næma þekkingu á mennlegu eðli sem túlkuð er í spakmælum og orðskviðum sem Sófistarnir grísku og Prédikarinn í Jerúsalem gætu verið fullsæmdir af. Hávamálum má skipta í fimm sjálfstæða kafla. Fyrsti kafli, sem Sveinbjörn kveður sex erindu úr, nefnist Gestaþáttur. Þriðji kafli er Loddfáfnismnál og hefur að geyma margvísleg ráð varðandi ástir, vináttu og annað þessháttar. Sveinbjörn kverður eitt erindu úr honum. Fjórða kafla kveður hann allan. Hann nefnsit Rúnatal og flallar með dulræðum hætti um rúnaspieki eins og Óðinn skildi hana og túlkaði. Í lokakaflanu, ljóðatali sem Sveinbjör kveður átta erindu úr , er sagt frá átján galdraljóðum sem áhrifarík eru til að deyfa sverðseggjar, læikna sjúkdóma, kyrra öldur hafsins og koma öoðrum góðum hlutum til leiðar, sé réttum rúnum beitt.

 

Við skulum nú heyra Sveinbjörn Beinteinsson flytja þessi brot úr Hávamálum og tekur flutningurinn tæpar 12 mínútur.

Brot úr Hávamálum í flutningi Sveinbjörns Beinteinssonar.

Eins og kunnugt er, þá var kristni lögtekin hér á landi árið 1000. Fyrstu biskuparnir voru erlendir og tóku að sér m.a. það hlutverk að mennta íslenska presta til starfa hér á landi. Eitthvað mun hafa gengið brösulega að mennta landann en þá fyrst kom skrið á málið þegar við fengum íslenskan biskup. Um árið 1000 hóf Gissur Hvíti að berjast fyrir Kristnitökunni og þegar tímar liðu þótti það sjálfsagt að hinni ungi og efnilegi sonur hans, Ísleifur færi utan til mennta og yrði biskup hér á landi.

Kirkjan barðist á þessum árum fyrir algjöru einræði og tala menn um umbótahreyfingu innan kirkjunnar á 10. öld. Umbótahreyfingin mun hafa hafist í klausti einu í Frakklandi sem heitir Cluny en það klaustur heyrði undir Páfann í Róm. Munkarnir kusu sér sjálfi ábóta og því óháðir kirkjuvaldinu heimafyrir. Urðu af þessu hörð átök, einkum þó milli Páfa og Þýskalandskeisara . Snerist umbótahreyfingin m.a. um það að færa allt vald til kirkjunna og úthýsa öllum leikmönnum innan hennar. Getur maður því ímyndað sér þá baráttu kirkjunnar að úthýsa öllum amorssöngvum og kersknum vísum sem almenningur iðkaði og að fá fólk til að syngja aðeins Guði til dýrðar. Kirkjan eignaðist smám saman allt vald – og þegar síðar leið, prentsmiðjurnar. En komum að því síðar.

Nú, ég sagði að hjólin hafi farið að snúast fyrir alvöru þegar ísleifur Gisurarson varð biskup í Skálholti 1056. Gissur var sendur ungur til náms til þessa er þá hét Herfurða á Saxlandi. Hann dvaldi þar við nám í mörg ár í klausturskólum Kaþólsku kirkjunnar. Hann kom síðan heim sem prestlærður maður. Varð hann prestur í Skálholti og þótti mikill kennimaður og var meðal lærðust presta hér á landi.

Nú, ein þeirra greina sem hann lærði í klausturskólanum var Söngur – já, og var hann meðal aðalnámsgreinanna. Í sögum segir að þar hafi drengjum og unglingum verið kennt að syngja ”€með sætri og hljómmikilli röddu” og ” með tónasetning og hljóðagrein”, svo þeir gætu sem fyrst tekið þátt í hinni daglegu guðsþjónustu munkanna. Mikil áhersla var lögð á sönginn og var söngur á námskránni allt námið. Mönnum voru kenndar nótur svo og nákvæmur framburður hins latneska messutexta. Sú tónlist sem menn fluttu var nánast eingöngu hinn svokallaði Gregorsöngur. Átti það við Saxland svo önnur katólsk lönd.

Nú, um leið og Ísleifur kom til landsins og og varð vígður til Biskups í Skálholti hóf hann að kenna væntanlegum prestsefnum m.a. hinn kaþólska söng er hann hafði lært á Saxlandi. Margir lærðu hjá Ísleifi til prests og það sama gilti þá og síðar í guðfræðideild lærða skólans, að nemarnir fengu störf víða um land og kenndu út frá sér það sem þeir höfðu numið í skólunum. Munurinn er bara sá að hjá Ísleifi lærðu menn Gregorianskan kirkjusöng en í Lærða skólanum Lúterska sálma.

Á þessum árum tóku Íslendingar ekki allt alvarlega frekar en í dag. Þó svo hin kaþólska kirkja úti í evrópu gerði kröfur um skírlífi presta sinna, þá tók menn í upphafi þann sið ekki svo alvarlega hér heima. Það lýsti sér m.a. í því að Ísleifur gifstist á átti börn. Meðal þeirra var Gissur Ísleifsson sem tók við af föður sínum 1082. Hann, og aðrir biskupar héldu uppi þeim sið að mennta prestsefnin og jukust þau afköst til muna þegar Jón Ögmundsson var vígður biskup á Hólum. Nú á næstu misserum ruku upp klaustrin um allt land – 1112 á Þingeyrum, 1166 Munkaklaustur í Hítardal, 1168 Munkaklaustur í Þykkvabæ, 1172 var Mukaklaustur stofnað í Flatey, 1179 Nunnuklaustur á Kirkjubæ, 1226 Munkaklaustur í Viðey o.s.frv. Þessi klaustur stóðu misslangt en það sem maður veit að hafi þau verið starfrækt á svipaðan hátt og klaustrin í hinum Kaþólska heimi á meginlandinu þá hafa menn sungið þar hinn Kaþólska kirkjusöng á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn – svokallaðn tíðasöng.

Nú einn af lærisveinum Ísleifs Biskups var Jón Ögmundsson, prestur að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, en Jón þessi varð síðar biskup á Hólum 1106 – fyrsti biskup þar. Hann lærði söng hjá Ísleifi og síðar í útlöndum. Heimildir herma að hann hafi lært þar að leika á hörpu. Hann sagði sjálfur að Davíð konungur hefði vitrast honum og kennt honum að leika á hana en í sögu Jóns í biskupasögum segir að Davíð hafi vitrast honum með €listilega sláandi sína hörpu með óumræðilegum sætleik sönglistarinnar”. En það sem Jón þessi var líklega frægastur fyrir var raddfegurð hans. Eftir einhverjum var haft að hann hafi haft €frábærlega fagra og mikla söngrödd”.Svo fögur mun hún hafa verið að fólk streymdi að úr öllum áttum til að hlýða á söng hans við messugjörðina. Árið 1104, tveimur árum áður en Jón varð biskup á Hólum var stofnaður erkibiskupsstóll í Lundi. Einhverju sinni átti Jón Ögmundsson leið þar hjá síðla dags og kom í kirkju þar sem erkibiskup flutti aftansöng. Jón, ásamt fylgdarlið hans settist framarlega í kirkjnni. Við lok aftanssöngsins hóf Jón upp raust sína og söng. Brá biskupi allmikið við þetta og leit hann fram í krikjuna til að vita hver ætti slíka rödd. Biskup braut þar með reglur sínar sem hann hafði sett þess efnis að enginn mætti líta fram í krikjuna undir tíðagjörðunum. En hann varð bara að fá að sjá hver ætti slíka himinsins rödd.

Ef við skoðum aðeins ferðir Jóns biskups um hinn kaþólska heim og annarra þá höfðu báðir skálholsbiskuparnir stundað nám í þýskalandi og Jón Ögmundsson hafði numið í Danmörku og Noregi og einnig farið í námsferð til Frakklands. Þar hirti hann m.a. upp Sæmund fróða sem hafði víst gleymt sér við nám í Frakklandi og hafði hann heim með sér. Jón fór svo aftur út eftir að hann varð biskup og þá m.a. á fund páfans í Róm. Þessi menn hafa auðvitað lært hinn kaþólska krikjusöng ytra og tekið hann með sér heim.

Nú Jón varð eins og ég sagði biskup á Hólum 1106 og meðal þess sem hann gerði var að stofna skóla líkan þeim sem hann hafði lært við hjá ísleifi biskupi í Skálholti. Hann réði til sín tvo erlenda menn til kennslunnar, sá fyrri var Gísli nokkur Finnason frá Gautlandi svo og sá er oftast vitnað til og talinn fyrsti erlendi tónistarkennarinn hér á landi – Ríkinni, franskur munkur sem hann réði til að kenna söng og versagjörð eins og það heitir í bókum. Þessi Ríkinni ku hafa verið fjarska vel að sér í söngfræunum og kunni hann utan að allan kaþólskan messusöng er sunginn var árið í gegn í tíðargjörðinni. Í sögu Jóns biskups segir hann hafi fengið til sín €einn franzeis, samilegan prestmann, er Rikini hét … að kenna sönglist og versagerð” og ennfremur seigr í sögu Jóns: €Rikini var klerkur góður. Bæði diktaði hann vel og versaði, og svo glöggur var hann í sönglistinni og minnugur, að hann kunni utanbókar allan söng í tólf mánuðum, bæði í dagtíðum og óttusöngum, með öruggri tónasetningu og hljóðagrein”.

Góðir hlustendur!

Við gerum nú hlé á þessari frásögn. Við skulum kveðja heim heiðinna manna með því að heyra það verk íslenskt sem stærst er í sniðum sem hefur að geyma texta Eddukvæðanna, en það er fyrsta íslenska óperan í fullri lengd – Þrymskviða Jóns Ásgeirssonar. Við heyrum upphaf óperunnar. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, og Þjóðleikhússkórinn. Einsöngvarar eru: Guðrún Á Símonar, Rut Magnússon, Hákon Oddgeirsson, Guðmundur Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson og Sigurður Björnsson. Stjórnadi er Jón Ásgeirsson. Þessi hljóðritun var gerð árið 1977 og hefur líklega aldrei heyrst í útvarpi.

Við heyrðum upphaf Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson.

Góðir hlustendur, Þættinum er lokið í dag,

Verið þið sæl.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is