Sagan Orgelið – 2

Þessi texti er upphaflega skrifaður sem handit að útvarpsþætti sem var á dagskrá Ríkisúvarpsins, Rás 1, 11. janúar 2000


Góðir hlustendur!

Velkominir á tónaslóð.

 

Í seinasta þætti heyrðum við fyrri hluta sögunnar Orgelið eftir Einar H. Kvaran. Í þessum fyrri hluta voru kynntar til sögunnar nokkrar persónur og staða þeirra í litlu sveitasamfélagi norður í landi. Saga þessi sviðsetur hugsanlegt uppgjör milli hins gamla og nýja tíma í tónlistarmálum. Hinn gamli tími birtist í persónunni Illuga sem hefur verið forsöngvari í sinni sveit í áratugi, en nýi tíminn birtist í hinum unga Sigurði sem langar að fara suður á land og læra að leika á orgel og nýju lögin. Illugi gamli sá fyrir sér að ef af þessu yrði, þá komi allt það sem hann hefur staðið fyrir í öll árin, forsöngvarastaðan og hin ástkæru gömlu grallaralög, til með að hverfa að eilífu og því ástæða til að berjast gegn þessari nýbreytni.

 

En hvernig litu menn á forsöngvarana? Álit manna á þeim hefur sjálfsagt verið eftir efninu. Í sumum tilfellum voru þeir forréttindamenn og var ýmislegt gert til að halda í góða forsöngvara. En einnig voru til öfundarmenn og ýmsir gerðu góðlátlegt grín að þeim bæði í bundnu og óbundnu máli. Við skulum heyra kvæðið Forsöngvarinn eftir séra Sigfús Árnason en kvæðið birtist í ritinu Snót árið 1865:

 

Við heyrðum Hjalta Rögnvaldsson lesa kvæðið Forsöngvarinn eftir séra Sigfús Árnason. Í Norðanfara árið 1872 birtist lítil, en fremur háðuleg grein um forsöngvara og ber hún yfirskriftina Forsöngvarinn góði. Hún hljóðar svo:

 

Aðstoðarmenn prestanna við helgar tíðir verða nú ávalt fleiri og fleiri. Margar hendur vinna ljett verk í hvívetna, og leysa þeir störf sín svo bezt af hendi, að þeir sje heldur fleiri en færri. Meðhjálparar þurfa að vera margir, því að faðir vor, byskupinn, hefir nú kvatt þá til húsvitjana; söngvarar þurfa að vera margir, svo að þeir geti sem bezt stutt hver annan, er þeir fara haltrandi á nýju sálmalögunum endurbættu. Sveitungar mínir eru ekki á neinu flæðiskeri staddir með forsöngvara og meðhjálpara. Forsöngvarinn okkar er ekkert meðalmenni, og er hann allt í senn, forsönvari og meðhálpari. Það þarf eigi nema að sjá hann í svip, til að sannfærast um að hann muni vera hinn skylduræknasti maður; því svo er hann magur að telja má í honum hvert bein; enn það kemur af því, að hann hefur gengt embættisskyldu sinni á helgidögum með dæmafárri elju, og litla hvíld gefið sjer. Söngfróðir menn hæla honum lengst yfir alt; þeir segja að hann kunni að “lilla”, og margt fleira telja þeir honum til ágætis, svo sem það, að hann kunni að herða og lina hljóðsetninguna (breyta mol í dúr og dúr í mol) rjett í sömu andránni. Það þarf að fara vel með þessa menn og þvílíka. Því hefir nú sveitastjórnin hjerna þóknast að útvega honum eitt af betri kotunum hjer í sveitinni. Enn sá hængur er þar í, að gamli bóndinn sem þar býr, er þaulsætinn, enn fara verður hann; hornreka fyrir slíkum manni. Það er lofsvert, hve sveitungar mínir fara vel með þennan snilling sinn. Mjer þótti bezt við eiga, að skýra frá því opinberlega öðrum til eptirbreytnis; og að endingu hvet jeg alla góða drengi til að gjöra slíkt hið sama, og fara svo vel með slíka menn sem þeim má sjálfum bezt líka; þeir eiga það sannarlega skilið.

 

tilvitnun lýkur.

 

Hér er gert góðlátlegt grín að forsöngvara í einhverri sveit landsins, en ekki kemur fram úr hvaða sveit þetta bréf hefur borist.

En áður en við höldum lengra skulum við heyra eitt stutt verk eftri norska tónskáldið Johan Halvorsen sem fæddist árið 1864. Verkið sem við heyrum er Norskur dans nr. 5

Við heyrðum Norskan dans eftir norska tónskáldið Johan Halvorsen en það var norska útvarpshljómsveitin sem flutti undir stjórn Ara Rasilainen

Við skulun nú snúa okkur að forsöngvaranum okkar, honum Illuga gamla og Sigurði fóstursyni hans í síðari hluta sögunnar Orgelið eftir Einar H. Kvaran.:

Saga:

Hér lauk lestri Hjalta Rögnvaldssonar á sögunni Orgelið eftir Einar H. Kvaran. Við skulum nú melta með okkur þennan texta og þær upplýsingar sem fram komu í sögunni og um leið reyna að gera okkur grein fyrir ástandi tónlistarmálann til sveita á 19. öldinni.

Við skulum hér að lokum heyra annan dans eftir Johan Halvorsen; norskan dans nr 6 í flutningi Norsku útvarpshljómsveitarinnar.

Góðir hlustendur!

Við heyrðum norsku útvarpshljómsveitina undir stjórn Ari Rasilainin flytja norskan dans nr. 6 eftir Johan Halvorsen.

Þættinum er lokið í dag,

Verið þið sæl

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is