Orgelið, saga úr sveitalífinu

Þessi texti er upphaflega skrifaður sem handit að útvarpsþætti sem var á dagskrá Ríkisúvarpsins, Rás 1, 18. janúar 2000


Góðir hlustendur!

Velkominir á tónaslóð.

Við höfum í seinustu þáttum verið að hlýða á frásagnir úr tónlistarlífinu á 19. öld, m.a. í formi smásögunnar Orgelið eftir Einar H. Kvaran. Menn tala gjarnan í léttum tóni um það að gömlu grallaralögunum hafi verið hafnað fyrir ný lög og að forsöngvarar hafi misst starfa sinn við komu orgelanna sem hafi stutt safnaðarsönginn í stað þess að forsöngvarinn leiddi hann. Eins og fram kom í sögunni um Orgelið, þá fluttu menn jafnvel milli sveitarfélaga – yfir í þau sem engin orgel höfðu til áfram að geta sungið gömlu lögin, en það var í flestum tilfellum skammgóður vermir.

Í sumum sveitarfélögum landsins gekk greiðlega að fá orgel í kirkjurnar, en á öðrum stöðum átti það sér langan aðdraganda. Dæmi um það voru rakin hér á rás eitt í upphafi þáttaraðarinnar um Sigfús Einarsson tónskáld sem fluttir voru fyrir um ári. En við komu orgelanna hvarf ein stétt manna smátt og smátt í landinu, þ.e. forsöngvararnir og ný stétt tók við – organistarnir.

Ekki líkaði öllum þessi ráðstöfun eins og fram kom í seinastu þáttum. En hvernig tóku menn þessum ungu mönnum sem farið höfðu suður til manna eins og Jónasar Helgasonar og lært á hljóðfærið. Auðvitað voru margir þakklátir komu hljóðfæranna og lögðu sig fram um að bæta hinn almenna kirkjusöng. En svo voru hinir sem ekkert nýtt máttu sjá og bölvuðu öllu slík í sand og ösku. Til þess að kveðja hinn fordómafulla anda 19. aldarinnar langar mig að leyfa ykkur að heyra eina söguna enn sem skrifðum var um aldamótin 1900. Þetta er smásaga sem ber sama heiti og sú sem flutt var í seinust tveimur þáttun, eða Orgelið, saga úr sveitalífinu eftir Ámund Víking, en það mun vera Guðmundur Guðmundsson sem kallaði sig svo í þessu tilfelli eða allavega er þessi saga skráð undir hans nafni í Landsbókasafni. Sagan var prentuð og gefin út í Reykjavík árið 1902. Hún fjallar í stuttu máli um það að orgel er komið í kirkjuna og ungur maður, Siggeir, orðinn organisti kirkjunnar. Dóttir Jóns gamla á Felli, Geirlaug og Siggeir fella hugi saman, en Jón gamli er ekki aldeilis á því að slóðinn sá fái hana Geirlaugu dóttur hans meðan hann lifi. Þetta er skemmtileg saga sem tengist á vissan hátt þróun tónlistarmálanna í landinu í lok 19. aldar og hefur hún sennilega aldrei verið lesin í útvarp.

En áður en við heyrum Hjalta Rögnvaldsson lesa fyrir okkur þessa sögur skulum við heyra eitt lag úr svipmyndum Páls Ísólfssonar, Prelúdíu. Það er Örn Magnússon sem leikur á píanó:

Leika söguna

Við heyrðum Hjalta Rögnvaldsson lesa söguna Orgelið – saga úr Sveitalífinu eftir Ásmund Víking. Við skulum hér að lokum heyra Örn Magnússon leika Glettur eftir Pál ísólfsson.

Við heyrðum Örn Magnússon leika Glettur eftir Pál ísólfsson.

Þættinum er lokið í dag,

Verið þið sæl.

 

 

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is