1. sýning – Dropar úr íslensku tónlistarlífi

Dropar úr íslensku tónlistarlífi

Þessi sýning, sem bar yfirskriftina „Dropar úr íslensku tónlistarlífi“, stóð uppi frá 9. maí 2009 til 9. september 2009. Munirnir sem sýndir voru á sýningunni komu frá eftirtöldum aðilum.

1.Munir úr búi Árna Kristjánssonar píanóleikara voru færðir safninu til varðveislu við opnun safnsins 9. maí 2009 af afkomendum Árna. Sjá má nánar um þá gjöf á síðunni Gjafir.
2.Munir úr búi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Sjá nánar á síðunni Gjafir.
3.Fiðla Björns Ólafssonar. Sjá nánar á síðunni Gjafir.
4.Ferðaharmonium Jóns Leifs. Þetta harmonium notaði Jón Leifs m.a. við söfnun þjóðlaga á Íslandi á 4. áratug 20. aldar. Fjölskylda Jóns Leifs lánaði hljóðfærið til sýningarinnar. Sjá nánar myndir í Myndasafni.
5.Munir úr safni Páls Ísólfssonar. Þeir munir voru fengnir að láni hjá Byggðasafni Árnesinga, en fjöldi muna úr búi Páls eru varðveittir þar. Sjá nánar myndir í Myndasafni.
6.Munir úr eigu Rögnvaldar Sigurjónssonar. Þeir munir voru fengnir að láni frá Geir og Þór Rögnvaldssonum. Sjá nánar myndir í Myndasafni.
7.Tónlistarhandrit. Myndir af gömlum tónlistarhandritum, svo og Grallari og tvö tónlistarhandrit fengust lánuð hjá Handritadeild Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafni. Sjá nánar myndir í Myndasafni.
8.Tónleikaskrár. Eins og sjá má á Yfirlitsmyndum úr sal birtust nokkrar tónleikaskrár sem stjörnuskot á vegg. Það var listakonan Sigríður Björk Ævarsdóttir sem hannaði og setti upp þessa skemmtilegu framsetningu á skránum. Þær voru gerðar á þann hátt að toga mátti í eitt hornið og opnaðist prógrammið þá upp á gátt: skyggnst inn í söguna.

Myndrænt heildaryfirlit yfir sýninguna og einstaka muni hennar má sjá undir hlekknum hér að neðan.

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is