Tónlistarhátíðir

Auk þeirra hátíða sem hér verða nefndar, tóku íslensk tónskáld og tónlistarmenn þátt í mörgum innlendum og erlendum hátíðum um árabil, en þó aðallega Norrænum. Fyrst og fremst skal nefna þátttöku kórs undir stjórn Sigfúsar Einarssonar á mikla norræna kóramótinu í Kaupmannahöfn árið 1929 og einnig fyrstu þátttöku íslenskra tónskálda í hinni miklu norrænu tónlistarhátíð sem haldin var í Kaupmannahöfn árið 1938, þátttöku Tónlistarfélagskórsins undir stjórn Urbancic í kóramóti árið 1944, og þátttöku íslenskra tónskálda og Tónlistarfélagskórsins í Norræna tónlistarmótinu 1948 o.s.frv. Ég mun hér á eftir nefna nokkrar hátíðir sem haldnar hafa verið á landi á fyrri hluta þessarar aldar, þar sem tónlistarflutningur skipaði veglegan sess.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is