Skólapiltar

Skólapiltar héldu venjulegan opinberan samsöng í Latínuskólanum á vorin. Áheyrendum var sérstaklega boðið og aðgangur var ókeypis. Með þeim hefst fjórraddaður karlakórssöngur hér á landi og einnig hinn „nýi söngur“, Þ. e. Bellmanslög og önnur þýzk og skandinavísk sönglög, eins og áður hefur verið sagt. Var söngur þeirra rómaður, enda söngstjórnin oft góð.

Til baka

Tónlistarsafn Íslands, Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík | Sjá á korti
Sími 525 5754 / 824 6413 | Netfang: ts@tonlistarsafn.is